gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Stig gegn Króatíu færir okkar menn skrefi nær undanúrslitum

Gunnlaugur A. Jónsson @ 20.30 25/1

Áfram heldur íslenska handboltalandsliðið að skapa í senn ánægju meðal landsmanna og ekki síður spennu með góðum leik sínum á EM í Austurríki, já, oft á tíðum hreint frábærum leik. Þjálfari Króatíu óskaði Íslendingum til hamingju með góðan leik en hamingjuóskir til okkar Íslendinga yfirleitt hafa ekki verið fyrirferðarmiklar síðustu mánuðina! Þó að Ísland hafi leitt nær allan leikinn gegn hinu sterka liði Króatíu í dag , mest með 4 mörkum, voru okkar menn sæmilega sáttir með jafntefli í lokin. Sama átti við mig í sófanum! Áfram…

Ester í stað Esju

Gunnlaugur A. Jónsson @ 11.04 25/1 + 2 ath.

Þessa stundina er skyggnið út um gluggann hér í Bollagörðunum ekki meira en svo að Esjan sést ekki. Þangað verð ég því bara að fara “hugleiðina” eins og Gerður Kristný orðar það í snjöllu ljóði sínu “Strandir” sem ég minntist á í næstsíðustu færslu minni. En nú er það raunar drottningin Ester sem á hug minn allan. Þannig að Ester kemur í stað Esju. Áfram…

Nú lágu Danir í því -Frækinn sigur á EM í handbolta

Gunnlaugur A. Jónsson @ 23.44 23/1

Sigur íslenska handboltalandsliðsins í kvöld á Evrópumeisturum Dana var ótrúlega glæsilegur. Og að þessu sinni var seinni hálfleikurinn enn betri en sá fyrri. Lokatölurnar 27-22 þýða að Íslendingar fara með sigur af hólmi úr sínum riðli. Ég er á því að það hafa skipt mjög miklu máli að fá nýjan og óþreytann mann inn í liðið. Aron Pálmarsson, aðeins 19 ára, sýndi mjög góðan leik, var leynivopn liðsins,  skoraði 5 góð mörk og tók yfir hlutverk leikstjórnandans og skilaði því með mikilli prýði. Áfram…

“Íslendingar neita að mæta í eigin jarðarför”

Gunnlaugur A. Jónsson @ 10.35 23/1 + 1 ath.

Einar Már rithöfundur skrifar hressilega grein í Sunnudagsmoggann (24. 1 2010) sem barst hér inn um lúguna árla morguns. Yfirskrift þessarar færslu minnar er sótt í hina læsilegu grein Einars Más og hann sækir tilvitnunina aftur í afrískt dagblað sem var að fjalla um ástandið á Íslandi. Fyrir fjölmiðlafíkil eins og mig myndi mikið vanta hefði ég ekki Morgunblaðið og Sunnudagsmoggann. Fréttablaðið gaf mér lítið í morgun. Það er hins vegar margt áhugavert og læsilegt  í Sunnudagsmogganum og merkti ég við nokkrar setningar sem vöktu athygli mína. Áfram…

EM-handboltinn tekinn fram yfir DEC-kvöld

Gunnlaugur A. Jónsson @ 14.04 20/1

Fastur liður á þriðjudagskvöldum hjá mér er kvikmyndasýning í góðra vina hópi í félagsskapnum Deus ex cinema (Dec), sem stofnaður var í júlí árið 2000. Síðan þá höfum við horft saman á yfir 700 myndir í þeim tilgangi að skoða þær einkum af sjónarhóli trúar og guðfræði. Í gærkvöldi mætti ég ekki. Ástæðan var Evrópumótið í handhnattleik og þar voru Íslendingar að spila sinn fyrsta leik, eins og alþjóð veit. Áfram…

Góð kynning á gyðingdómi úr forgarði heiðingjanna

Gunnlaugur A. Jónsson @ 16.09 19/1

Undanfarið hef ég verið að lesa afar áhugaverða bók. Það eru örugglega bæði ár og dagur síðan bók á sviði trúarbragðafræða hefur kveikt jafnrækilega í mér og þessi. Um er að ræða bókina Common Prayers eftir hinn kunna guðfræðiprófessor Harvey Cox (f. 1929), sem öðlast heimsfrægð þegar árið 1965 með bók sinni Secular City. Áfram…

Enn sigrar Ísland á leiðinni á EM

Gunnlaugur A. Jónsson @ 14.47 16/1

Íslenska handboltalandsliðið hefur átt mikilli velgengni að fagna í æfingaleikjum sínum að undanförnu. Fyrst tveir sigrar á gríðarlegu sterku liði Þjóðverja á útivelli, síðan öruggur sigur á Portúgal hér heima og núna rétt áðan sigur á Spánverjum, einu besta liði heimsins,  á æfingamóti í París 30-27. Áfram…

Forsetinn hetja og Eva Joly (Holy) heilög í bloggheimum

Gunnlaugur A. Jónsson @ 01.59 8/1

Beygð og brotin þjóð þarf á því að halda að einhver telji kjark í hana. “Það er enginn að telja kjark í þjóðina,”  sagði Davíð Oddsson á sínum tíma og með talsverðum rétti. Niðurlægð íslensk þjóð hefur beðið eftir leiðtoga. Segja má að hann hafi birst úr  óvæntri átt. Ólafur Ragnar forseti hefur í afar þröngri stöðu, úthrópaður sem “klappstýra útrásarinnar”, náð vopnum sínum svo um munar og Eva Joly er hyllt sem hetja og ekki bara sem hetja heldur sem heilög kona. Áfram…

Frestun forseta hefur gildi ein og sér

Gunnlaugur A. Jónsson @ 12.22 3/1

Það að forseti skuli ekki hafa umsvifalaust skrifað undir lögin um Icesave-samningana,; nauðasamningana sem margir kalla svo, hefur gildi í sjálfu sér. Það hefur þegar sýnt sig að mikið er fjallað um málið í fjölmiðlum erlendis og þar vottar a.m.k. fyrir því að leitast sé við að skilja hvernig á óánægju íslensks almennings með samningana standi. Áfram…

Líf og lög Selmu Kaldalóns – Afmælisdagskrá í Seltjarnarneskirkju á morgun, 27. des. kl. 15

Gunnlaugur A. Jónsson @ 09.31 26/12

Á morgun, 27. desember eru liðin 90 ár frá fæðingu Selmu Kaldalóns móður minnar. Af því tilefni mun Listvinafélag Seltjarnarneskirkju standa fyrir metnaðarfullri dagskrá í kirkjunni þar sem kunnir söngvarar munu syngja lög eftir Selmu (1919-1984) og einnig nokkur lög eftir Sigvalda, föður hennar (1881-1946). Áfram…

Falleg hefð í Seltjarnarneskirkju – orgelleikur fram að miðnætti á Þorláksmessu

Gunnlaugur A. Jónsson @ 10.37 24/12

Friðrik Vignir Stefánsson, organistinn okkar í Seltjarnarneskirkju, hefur tekið með sér fallega hefð úr Grundarfjarðarkirkju. Þar hafði hann jafnan leikið jólalög milli kl. 23 og 24 að kvöldi Þorláksmessu við sívaxandi vinsældir. Sautján sinnum hafði hann leikið þar og í gærkvöldi lék hann í þriðja sinn í Seltjarnarneskirkju. Þetta voru því afmælistónleikar hjá Friðriki Stefáni, okkar fína organista. Áfram…

Prófadagur

Gunnlaugur A. Jónsson @ 10.26 9/12

Eitt af því sem tengist aðventunni hjá mér sem kennara eru próf; að semja próf, að vitja nemenda á prófstað og loks að fara yfir próf og ritgerðir.

Í dag eru próf á báðum þeim námskeiðum sem ég hef kennt í haust, annars vegar í Ritskýringu G.t.: Spámenn og hins vegar í Sögu, bókmenntum og þjóðfélagi Hebrea.
Ég vitjaði nemenda í fyrra prófinu áðan, þau sitja við frá kl. 9-12. Ég heyrði ekki annað en almennt væri gott í þeim hljóðið. Af 19 nemendum sem skráðir voru til prófs voru 18 mættir og teljast það býsna góðar heimtur.
Eftir hádegi heilsa ég svo upp á 1. árs nemendur sem taka prófið í Sögu, bókmenntum og þjóðfélagi Hebrea. Það er námsgrein sem fyrir allmörgum árum var sameinuð úr tveimur klassískum greinum, þ.e. sögu Ísraels og Inngangsfræði Gamla testamentisins. Þar eru 39 nemendur skráðir til leiks. Það verður því nóg að lesa á næstunni.

Af jólabókum hef ég enn lítið lesið, hef þau eignast Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson og ævisögu Jóns Leifs, Líf í tónum, eftir Árna Heimi Ingólfsson. Líst mér vel á báðar bækurnar við fyrstu sýn, en mun ekki lesa þær í gegn fyrr en nær dregur jólum.

Sl 23 í Gangs of New York

Gunnlaugur A. Jónsson @ 08.28 23/11

Á laugardagskvöldið horfðum við hjónin á kvikmyndina Gangs of New York (Martin Scorsese, 2002). Fannst mér það viðeigandi eftir að hafa heimsótt dóttur okkar, dótturdætur og tengdason  í borginni helgina áður. En þangað fluttust þau í haust. Áfram…

Spurs fór á kostum og skoraði níu mörk!

Gunnlaugur A. Jónsson @ 17.13 22/11

Gt-fræðin urðu að víkja fyrir setu við sjónvarpstækið í eftirmiðdag. Eitthvað sagði mér að “mínir menn” í Tottenham myndu bjóða upp á skemmtun sem væri þess virði að horfa á. Og hvílík skemmtun. Mörkin gegn Wigan urðu níu aður en yfir lauk og eina mark Wigan-manna var auk þess ólöglegt. Áfram…

Á ráðstefnu í heimabæ Wellhausens

Gunnlaugur A. Jónsson @ 09.09 5/11

Á dögunum (18.-21. okt.) varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að taka þátt í ráðstefnu í G.t.-fræðum í Göttingen í Þýskalandi. Háskólabærinn Göttingen er hátt skrifaður innan G.t.-fræðanna, einkum vegna þess að þar dvaldi og starfaði á sínum tíma Julius Wellhausen (1844-1918) sem löngum hefur verið talinn upphafsmaður nútíma viðhorfa í rannsóknum Gamla testamentisins. Allar götur síðan hefur það þótt mikill heiður að gegna prófessorsembætti í G.t.-fræðum við þennan merka háskóla. Áfram…

« Fyrri færslur  

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli