gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Nýtt helfararsafn í París · Heim · Gyðingavinurinn Franz Delitzsch »

Muilenburg og áhersla hans á stílfræði G.t.-textanna

Gunnlaugur A. Jónsson @ 14.26 25/1/05

Muilenburg, James (1896-1974) var meðal áhrifamestu gamlatesta­mentisfræðinga Bandaríkjanna þegar komið var fram yfir miðja 20. öldina. Námsdvöl hans í Þýskalandi 1929-1930 kom honum í kynni við Hermann Gunkel og það hafði afdrifarík áhrif fyrir feril hans sem G.t.-fræðings. Hann átti mikinn þátt í að beina gamlatestamentisfræðunum inn á nýjar brautir með fyrirlestri sín­um „Form Criticism and Beyond“ á ársfundi Society of Biblical Litera­ture árið 1968. Sá fyrirlestur hafði tvímælalaust þau áhrif að bókmennta­fræðilegar áherslur hlutu nú aukna athygli á kostnað hinna ríkj­andi sögu­legu og gagnrýnu biblíurannsókna. Þessa má sjá stað í verkum ýmissa nemenda Muilenburgs, eins og t.d. W. Bruegge­manns (f. 1932) og P. Trible (f. 1932) sem bæði hafa mjög næmt auga fyrir ýmsum blæbrigðum biblíu­textanna og margs konar stílbrögðum sem leynast í þeim ef grannt er skoðað. Muilenburg hefur m.a. skrifað vandað rit um D-Jesaja.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2005-01-25/14.26.27/

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli