gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Í Vaðneslandi um verslunarmannahelgi · Heim · Tvær næstu helgar tengdar Strandarkirkju »

Enn ein bókagjöf Bambi Bixon

Gunnlaugur A. Jónsson @ 14.16 2/8/05

Óhætt er að segja að einn helsti hollvinur guðfræðideildar Háskóla Íslands sé bandaríski gyðingurinn Beatrice (Bambi) Bixon frá New Haven. Árlega kemur hún hingað til lands og dvelst hér yfir sumartímann. Hún kemur jafnan færandi hendi, með mikið magn bóka sem hún færir guðfræðideild og Háskólabókasafni að gjöf.

Á liðnum árum hefur hún einkum gefið bækur á sviði gyðinglegra fræða og gamlatestamentisfræða og hefur gjarnan komið í minn hlut að útbúa óskalista. Að þessu sinni sá starfsbróðir minn, Jón Ma. Ásgeirsson prófessor í nýjatestamentisfræðum, um að útbúa óskalistann og samkvæmt honum kom Bambi með fimmtán bindi í hinni veglegu nýjatestamentis-ritröð Sacra Pagina í ritstjórn Danilel J. Harrington. Ritröðin er skrifuð af kaþólskum fræðimönnum. Er óhætt að segja að mikill fengur sé að þeirri ritröð, ekki síður en ýmsum þeim ritröðum á sviði gamlatestamentisfræða sem Bambi hefur fært okkur á liðnum árum.

Jafnframt kom Bambi með bækurnar Jewish Study Bible: Tankak Translation, Etz hayim: Torah and Commentary og The Mezuzah in the Madonna’s Foot. Marranos and other Secret Jews eftir Trudi Alexy.

Sjálfur hlaut ég svo persónulega gjöf frá Bambi: Secrets of the Code. The Unauthorized Guide to the Mysteris Behind the Da Vinci Code eftir Dan Burstein.

Guðfræðideild og Háskólabókasafn standa í mikilli þakkarskuld við Bambi Bixon fyrir hinar miklu bókagjafir hennar á liðnum árum. Sjálfur hef ég fyrir löngu talið Bambi til náinna persónulegra vina fjölskyldu minnar.

Hér á eftir fer listi yfir nýjustu bókagjöf Bambi Bixon:

Alexy, Trudi: The Mezuzah in the Madonna’s Foot. Marranos and Other Secret Jews. HarperSanFrancisco 1993.

Etz Hayim. Torah and Commentary. (Travel-Size Edition). The Jewish Publication Society.

The Jewish Study Bible. Tanak Translation. Oxford Univerasity Press.

Í ritröðinni Sacra Pagina (The Liturgical Press, Collegeville, Minnesota) í ritstjórn Daniel J. Harrington hafa eftirtaldar bækur verið gefnar:

1. The Gospel of Matthew. Daniel J. Harrington, S.J.

2. The Gospel of Mark. John R. Donahue, S.J., Daniel J. Harrington, S.J.

3. The Gospel of Luke. Luke Timothy Johnson.

4. The Gospel of John. Francis J. Moloney, S.D.B.

5. The Acts of the Apostles. Luke Timothy Johnson.

6. Romans. Brendan Byrne, S.J.

7. First Corinthians. Raymond F. Collins.

8. Second Corinthians. Jan Lambrecht, S.J.

9. Galatians. Frank J. Matera.

10. Philippians & Philemon. Bonnie B. Thurston and Judith M. Ryan.

11. First and Second Thessalonians. Earl J. Richard.

15. 1 Peter. Donald P. Senior, C.P. Jude and 2 Peter. Daniel J. Harrington, S.J.

16. Revelation. Wilfrid J. Harrington, O.P.

17. Colossians, Ephesians. Margaret Y. MacDonald.

18. 1,2, and 3 John. John Painter.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2005-08-02/14.16.51/

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli