gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Frækinn sigur Tottenham · Heim · Góðir gestir í Cambridge »

Alonso Schökel – Merkur fræðimaður á sviði hebresks kveðskapar

Gunnlaugur A. Jónsson @ 12.14 10/10/05

Ég er um þessar mundir ekki síst að vinna að rannsóknum á megineinkennum hebresks kveðskapar, þar sem ég er staddur í rannsóknaleyfi í Cambridge. Um það efni verður ekki fjallað án þess að nafn Spáverjans Alonso Schökel, Luis (1920-1998) beri á góma. Framlag Alonso Schökels til biblíufræða á spænsku er mjög mikið að vöxtum.

Meðal þess má nefna að hann ritstýrði spænskri þýðingu á Biblíunni Nueva Biblica Espanola, spænsk-hebreskri orðabók Diccionario biblico hebreo Espanol og átján binda ritröð skýringarita við einstök rit Biblíunnar, Los libros sagrades. Því miður hefur aðeins lítill hluti verka hans verið þýddur á ensku. Meðal þess sem þó hefur verið þýtt má nefna The Literary Language Of the Bible. The Collected Essays of Luis Alonso Schökel (2000).

Á síðustu árum og áratugum hafa ritskýrendur sálmanna í síauknum mæli beint athygli sinni að stíl og uppbyggingu sálmanna. Má segja að þessi þróun hafi byrjað snemma á sjöunda áratuginum þegar hin svo-kallaða „nýja stíl-fræði“ tók að ryðja sér til rúms innan biblíufræðanna. Þar var Spáverjinn Alonso Schökel í fylkingarbrjósti, en segja má að hinar athyglis–verðu rannsóknir hans á hebreskum kveðskap hafi verið fyrsta alvarlega tilraunin til að nýta aðferðir nýju stílfræðinnar við rann-sóknir á hebreskum kveðskap.

Alosno Schökel benti réttilega á að hebreskur kveðskapur hafi verið ætlaður til munnlegs flutnings. Að lesa fyrir sjálfan sig í hljóði hafi verið síðari tíma þróun. En það sé eins og fjölmargir Gt-fræðingar geri sér ekki grein fyrir þessu og láti sér nægja að sjá fyrir sér hinn biblíulega texta án þess að heyra hann. Þar með fari þeir mikils á mis.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2005-10-10/12.14.12/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Þorkell @ 11/10/2005 02.22

En verður maður þá ekki að heyra Saltarann á hebresku eða er nóg að lesa þýðingu á honum upphátt?

Annars hef ég hlustað á alla Biblíuna lesna upphátt. Fékk hana á hljómsnældum og fór í gegnum hana þannig. Ég mæli með því. Maður upplifir textana allt öðruvísi en þegar maður les þá. Margir “leiðinlegir” textar þar sem mikið er um endurtekningar og mannatöl urðu að n.k. möntru og datt maður oft í djúpa íhugun við að hlusta á þá, nokkuð sem myndi kannski ekki gerast við lestur textanna í hljóði.

Gaman að fá svona auka kennslu í Gt fræðum. Takk fyrir það Gunnlaugur.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli