gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Sigur Kadima minni en reiknað var með · Heim · Lækkaði meðalaldur messugesta í Uppsölum »

Á fund TRES-samtakanna í Uppsölum

Gunnlaugur A. Jónsson @ 05.05 30/3/06

Þá er ferðinni heitið til Uppsala á eftir. Þar munum við Árni Svanur Daníelsson, doktorsnemi í trúfræði, af hálfu guðfræðideildar taka þátt í fyrsta vinnufundi nýstofnaðra evrópskra samtaka yfir 50 guðfræðideilda og trúarbragðastofnana. Um er að ræða evrópsk netsamtök, skammstöfuð TRES (TEaching Religion in a multicultural European Society = Að kenna trú (trúarbrögð) í fjölmenningarsamfélögum Evrópu).

Samtökin hafa hlotið umtalsverðan styrk til að vinna að rannsóknarverkefni því sem kennt er við ofannefnt verkefni. Þetta er fyrsti fundur samtakanna sem stofnuð voru nú í vor eftir langan aðdraganda. Hef ég tekið átt í undirbúningsvinnunni frá upphafi og er skráður tengiliður guðfræðideildar HÍ við þau.

Það verður spennandi að vera með í upphafi þessarar vinnu sem er mjög mikilvæg fyrir guðfræðideild Háskóla Íslands á þeim margvíslegu tímamótum sem hún stendur nú á. Dagskráin stendur fram á hádegi á sunnudag og þar munum við Árni Svanur m.a. kynna guðfræðideild Háskóla Íslands.

Ég reikna svo með að verða kominn heim um miðjan dag á sunnudag.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2006-03-30/05.05.07/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Þorkell @ 31/3/2006 21.37

Ég vona að ferðin gangi vel hjá ykkur Gunnlaugur. Láttu okkur endilega frétta af henni.

Árni Svanur @ 2/4/2006 20.49

Ég hef fært eitt og annað til annáls um (og af) TRES ráðstefnunni. Meira gæti bæst við á næstu dögum.

Gunnlaugur @ 3/4/2006 07.12

Þakka þér samveruna í Uppsölum Árni Svanur. Þarna var margt gagnlegt og ekki síst það að hitta guðfræðinga svo víðs vegar að úr Evrópu. Nokkra þekkti ég fyrir. Ráðstefnan var býsna stíf, langur vinnudagur og sumar fundalotur einfaldlega of langar til að full einbeiting héldist hjá viðstöddum. Erindi sem flutt voru reyndust mjög misgóð. Ég segi vafalaust eitthvað af ráðstefnunni á næstunni enda með mikið af efni og minnispunktum frá vinnufundum.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli