gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Harmaði sigur Tottenham í fyrsta sinn · Heim · 127% mæting í Rótarý »

Átján mílur af bókum

Gunnlaugur A. Jónsson @ 22.31 4/3/07

Ég mæli með Strand-fornbókaversluninni í New York. Hún auglýsir sig þannig að þar sé að finna 18 mílur af bókum og eftir heimsókn mína þangað á miðvikudag í s.l. viku rengi ég ekki þá auglýsingu. Það var Bjarni Randver Sigurvinsson, doktorsnemi í guðfræði, sem vakti athygli mína á versluninni. Hún er á Broadway nr. 828 við 12. stræti. Ég gerði raunar ekki langan stans þar, nýkominn úr Hebrew Union College – og eiginkonan með í för – en náði þó m.a. í tvö fyrstu bindin af Theological Dictionary of the Old Testament í ritstjórn þeirra G.J. Botterweck og H. Ringgren sem mig bráðvantaði.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-03-04/atjan-milur-af-bokum/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 5/3/2007 17.13

Strand er skemmtileg búð. Ég kom þangað í fyrsta skipti árið 1997 og grúskaði lengi.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli