gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« “Bókin langþráða” – Tarkovskí-bókin fær góða kynningu · Heim · Gróska í Rótarýklúbbi Seltjarnarness »

Paradísarmissir í helfararkvikmyndum

Gunnlaugur A. Jónsson @ 08.31 9/3/07

Á hugvísindaþingi í dag tek ég þátt í málstofunni Trú, menning og samfélag ásamt starfsbræðrum mínum, dr. Hjalta Hugasyni og dr. Pétri Péturssyni. Þar fjalla ég um efnið “Paradísarmissir í nokkrum helfararkvikmyndum.” Myndirnar sem ég nota sem dæmi eru The Seach (1948), Kapo (1960), The Pawnbroker (1964), Il giardiono dei Finzi Contini (197o) og The Pianist (2002). Með dæmum verður sýnt hversu stóru hlutverki hið biblíulega stef paradísarmissir gegnir í myndunum og hvernig því er teflt fram sem andstöðu gegn ólýsanlegri illsku helfararinnar. Málstofan verður frá kl. 15 til 16:30 í stofu A 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-03-09/paradisarmissir-i-helfararkvikmyndum/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli