gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Fyrirhuguð ferð á Biblíuslóðir í haust · Heim · Nýtt vín …? Lítill ferskleikablær á nýju stjórninni »

Fjölbreytilegar Gt-ritgerðir

Gunnlaugur A. Jónsson @ 09.51 22/5/07

Þessa dagana er ég að yfirfara fimm BA- og kjörsviðsritgerðir guðfræðinema. Allar eru þær að sjálfsögðu á sviði G.t.-fræða og hafa ekki jafnmargar lokaritgerðir verið skrifaðar undir minni handleiðslu á einu og sama misserinu.

Ég hef löngum tjáð þá skoðun mína að æskilegt sé að vekja meiri athygli á ritgerðum nemenda, hvort heldur er á BA-stigi, kjörsviðsritgerðir eða M.A.-ritgerðir. Í þeim tilgangi tel ég ritgerðirnar upp hér að neðan.

Ég minni á að reglur um notkun slíkra nemendaritgerða, sem verða aðgengilegar á Háskólabókasafni, eru strangari en almennt gerist. Þannig eru þær ekki til útláns en heimilt að lesa þær á safninu. Ekki má vitna í þær nema með skriflegu leyfi höfunda. Það leyfi er allajafnan auðsótt.

Ritgerðirnar fimm og höfundar þeirra eru sem hér segir:

Anna Eiríksdóttir: Exodus, 1. kafli, v. 15-22. Ljósmæðurnar Sifra og Púa. (BA-ritgerð, 46 bls.)

Hildur Inga Rúnarsdóttir: Margt er líkt með skyldum. Samanburður á Sl 104 og egypska sólhymna Amenophis IV, faraó Egyptalands, til Aten. (Kjörsviðsritgerð, 77 bls.)

Jianying Niu: “Þá skuluð þið eigi leiða söfnuð þennan inn í landið, sem ég hefi gefið þeim.” Móse og Kanaansvegur kristninnar í Kína. (BA-ritgerð, 53 bls.)

Steinunn Lilja Emilsdóttir: Jobsmyndir Willimas Blake. (BA-ritgerð, 102 bls.)

Þráinn Haraldsson: Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð. Ritskýring iðrunarstefja í Sálmi 51. (BA-ritgerð 60 bls.)

Einn þeirra nemenda sem brautskráist nú í júní með embættispróf í guðfræði (cand. theol.) hafði lokið ritgerð sinni þegar í febrúar:

Ninna Sif Svavarsdóttir: “Fær kona gleymt brjóstbarni sínu?” Um myndina af Guði í riti Deutero-Jesaja, lýsingarhætti um Guð, myndhverfingar, kvenlegt orðalag og skírskotanir til reynslu kvenna. (10 e, 108 bls.)

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-05-22/fjolbreytilegar-gt-ritgerdir/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli