gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Enn af biblíuþekkingu ráðherra iðnaðarmála · Heim · Kvedja fra Torshavn »

Kennslubækur haustmisseris í G.t.-fræðum

Gunnlaugur A. Jónsson @ 16.17 25/5/07

Ég hef ákveðið að skipta út þeirri kennslubók sem kennd hefur verið um árabil í námskeiðinu Saga, bókmenntir og þjóðfélag Hebrea, þ.e. bók B. Andersson, The Living World of the Old Testament.

Bókin hefur vissulega reynst vel og verið “best-seller” í Bandaríkjunum en viðhorfin á fræðasviðinu hafa breyst svo mikið að ég til nauðsynlegt að breyta nú til.

 Á haustmisseri mun ég kenna þetta námskeið og hyggst til grundvallar kennslu minni leggja tvær bækur, annars vegar nýjustu útgáfuna af bók J. Rogerson og P. Davies, The Old Testament World og hins vegar bók hins merka fornleifafræðings William G. Dever, Who were the Early Israelites and Where Did The Come From? (2003).

Ætlun mín er að láta fornleifafræðina fá aukið vægi í þessu námskeiði sem ætlað er 1. árs nemum í guðfræðideild.

Þá mun ég kenna námskeiðið Guðfræði Gamla testamentisins og þar held ég mig við þá bók sem ég hef stuðst við nokkur undanfarin ár, þ.e. bók W. Brueggemanns, Theology of the Old Testament: Testimony, Dispute, Advocacy (1997).

W. Brueggemann (f. 1932) er einhver áhrifamesti G.t.-fræðingur samtímans, sem aldrei lætur sér nægja að meðhöndla biblíutextana sem hreina fornfræði og er sú nálgun hans mér að skapi og í samræmi við áherslur mínar.

Áhrifasögunni, sem er mitt “uppáhald”, hefur Brueggemann þó ekki sinnt en hún mun fá veglegan sess í kennslu minni, eins og áður.

Þar sem Bóksala stúdenta var að kalla eftir þessum upplýsingum set ég þær hér á vefsíðu mína í kennsluflokkinn, nemendum til glöggvunar.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-05-25/kennslubaekur-haustmisseris-i-gt-fraedum/

Athugasemdir

Fjöldi 4, nýjasta neðst

Stefán Einar @ 27/5/2007 23.57

Það telst til tíðinda að bók Anderson skuli víkja að þessu sinni enda hefur hún þjónað guðfræðideild um árabil. Mér þótti afar gaman að lesa hana á sínum tíma og hún kveikti enn meiri áhuga hjá mér á Gt-fræðunum en ég hafði haft áður, enda afar blautur á bak við eyrun, nýlega innritaður í deildina.

Það verður spennandi að skoða nýju námsbækurnar þó alltaf kíki maður öðru hverju á góða kafla í “The living world of the Old Testament”.

Þorkell @ 28/5/2007 00.09

Ég er sammála því að bók Andersons var góð. The Old Testament World er það einnig. Ég hef hins vegar ekki lesið Who were the Early Israelites and Where Did The Come From. Er þetta bók sem ég ætti að fjárfesta í Gunnlaugur?

Gunnlaugur @ 28/5/2007 19.45

JÁ, Keli þú ættir hiklaust að fjárfesta í bók Devers – nú þegar bókasafnið þitt er blessunarlega komið í leitirnar. Kkv, gaj

Guðbjörg Snót Jónsdóttir. @ 4/7/2007 22.19

Athyglisverðar bækur, sem vert væri að skoða. Það væri gaman að glugga í þær. Mér finnst, að þessi fornleifafræðibók muni verða sérlega áhugaverð. Það væri gaman að lesa hana, enda hefur komið svo margt á daginn við fornleifauppgröft bæði á Biblíuslóðum og eins hérna heima, sem vert er að íhuga, þótt sumt virðist nú ekki vera með því áreiðanlegasta, sem hægt væri að hugsa sér, og maður gæti sett stórt spurningarmerki við. Samt er það staðreynd, og rétt hjá þér, Gunnlaugur, að það er verið að huga það mikið að fornleifum og sú fræðigrein að breyta það mikið sögunni hér heima og erlendis, að það er óhjákvæmilegt að taka tillit til hennar líka. Ég minnist þess líka, að Jónas sálugi vígslubiskup sagði við okkur nemendur sína einu sinni, að hann vildi einhvern tíma sjá í sínum nemendahópi guðfræðinga, sem jafnframt væru fornleifafræðingar. Hann virtist hafa séð þá þróun fyrir, sem er að verða á þessum sviðum. Við verðum að vera opin fyrir öllu, enda allt að breytast, sem krefst breyttra kennslubóka og jafnvel kennsluaðferða líka, þótt ég vonist nú til, að það verði ekki strax. En áhugaverðar bækur, sem þú ætlar að fara að kenna núna, sem vert væri að skoða nánar.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli