gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Kvedja fra Torshavn · Heim · Hægfara hrafnar í Færeyjum »

Sr. Valdimar Briem með tíu sálma í færeysku sálmabókinni

Gunnlaugur A. Jónsson @ 13.04 29/5/07

Ég gluggaði dálítið í færeysku sálmabókina um hvítasunnuna og vakti athygli mína að allmargir sálmar eru í bókinni eftir íslenska höfunda í færeyskri þýðingu. Þar ber sálmaskáldið góðkunna frá Stóra-Núpi, sr. Valdimar Briem (1848-1930), höfuð og herðar yfir öll önnur íslensk sálmaskáld.

Alls eru tíu sálmar eftir sr. Valdimar í bókinni. Næstur honum, eftir því sem ég fékk best séð, var sr. Björn Halldórsson með tvo sálma en aðrir reyndust aðeins með einn hver, þ. á m. Hallgrímur Pétursson og Jón Arason.

Sumir þeirra sem glugga á þessa vefsíðu mína af og til vita að sr. Valdimar Briem hefur löngum verið í miklu uppáhaldi hjá mér og fannst mér gaman að verða vitni að því að Færeyingar hafa hrifist af honum einnig.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-05-29/sr-valdimar-briem-med-tiu-salma-i-faereysku-salmabokinni/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Anna Steinunn Briem @ 22/5/2008 18.02

Séra Valdimar Briem er lang afi minn þannig að ég les bara sálma eftir hann.

Brynhildur Briem @ 18/5/2010 09.15

Þetta var merkilegt. Mér vitanlega átti Valdimar Briem bara tvo syni. Annar dó ungur en hinn eignaðist 4 börn. Mér vitanlega var það einungis eitt þeirra sem eignuðust börn og það var faðir minn. Hann eignaðist þrjá dætur og engin þeirra heitir Anna Steinunn.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli