gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Móse og vinnuhagræðingin · Heim · Kínversk stúlka meðal 18 kandídata úr guðfræðideild »

Hitchcock og “survival of the fattest”

Gunnlaugur A. Jónsson @ 22.11 15/6/07

Undanfarna daga hef ég verið að lesa nýja ævisögu snillingsins Alfred Hitchcock (1899-1980) eftir Charlotte Chandler (2005). Bókin er bráðskemmtileg og þar er mörg gullkornin að finna.

Meðal annars kemur fram að holdafarið hafi allt frá æskuárum plagað Hitchcock. Í því sambandi talar hann um sig sem “survival of the fattest.”

Þá segir hann að fólk hafi almennt engan áhuga á raunveruleikanum. Tilfinningar séu hins vegar alþjóðlegar og hann leitist við að spila á þær í kvikmyndum sínum.

Hitchcock ólst upp í kaþólskri trú og segir hann það hafa haft mikil áhrif á sig. Einnig kemur fram að hann tók þátt í gerð heimildamyndar um helförina sem sömuleiðis hafði mikil áhrif á hann.

Ég segi meira af þessari forvitnilegu bók síðar. Titillinn er:  It’s Only a Movie. Alfred Hitchcock. A Personal Biography.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-06-15/hitchcock-og-survival-of-the-fattest/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Þorkell @ 16/6/2007 23.07

Já, hann hafði svo mikla minnimáttarkennd út af holdafari sínu að hann fyrirgaf aldrei fólki ef það gerði grín af því. Tippi Hedren kallaði hann einhvern tímann “fat bastard” en það er líklega ein helsta ástæðan fyrir því að hann rústaði ferli hennar (hún var samningsbundin honum og hann lét hana sitja út samningstímann og bannaði henni að taka verkefni hjá öðrum, þrátt fyrir að boðin streymdu inn. Þegar samningur hennar var loks útrunninn var Tippi ekki lengur eftirsótt og dvalaði því ferill hennar út. Reyndar má nefna Hitchcock til varnar að það var hann sem gerði hana að stjörnu og því skiljanlega sár þegar hún vildi yfirgefa hann áður en samningurinn var útrunninn, en það breytir því ekki að hann nefndi ummæli hennar sem ástæðu fyrir biturð hans. Merkilegt að jafn mikill snillingur skuli hafa verið plagaður af slíkri minnimáttarkennd.

Ég verð annars að kaupa þessa bók enda Hitch í miklu uppáhaldi hjá mér.

Gunnlaugur A. Jónsson @ 16/6/2007 23.25

Þakka þér Keli, ég var að koma heim úr fínni útskriftarveislu í Hveragerði eins af hinum fjölmörgu kandidötum sem í dag brautskráðust úr guðfræðideild. Flutti þar ávarp kandídatinum til heiðurs. Síðan litum við hjónin sem snöggvast til tengdapabba upp í sumarbústað hans í Vaðneslandi og nú ætla ég að bjóða eiginkonunni upp á einhverja góða Hitchcock-mynd fyrir svefninn. Hef ekki alveg ákveðið hver verður fyrir valinu en áhugi minn á gamla manninum og myndum hans er mikill um þessar mundir. Bestu kveðjur til Norge. Kkv, gaj.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli