gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Heppni að hafa verið innan borgar fjarri umferðarteppu helgarinnar · Heim · A Long way gone – mögnuð bók »

Bækur Bixons voru afhentar í dag

Gunnlaugur A. Jónsson @ 23.05 26/6/07

Þær bækur sem Beatrice Bixon kom með til landsins á dögunum sem gjöf til guðfræðideildar og Háskólabókasafns/Landsbókasafns voru afhentar safninu í morgun.

Þær verða nú teknar til skráningar. Á deildarfundi í guðfræðideild eftir hádegi í dag voru bókaðar þakkir til handa Bixon fyrir bókagjöfina og hinar miklu og veglegu bókagjafir hennar á liðnum árum.

Í bókuninni var þess m.a. getið að bókagjafir þessar væru guðfræðideildinni mjög mikilvægar nú þegar aukin áhersla er lögð á uppbyggingu rannsóknanáms við deildina.

Hér á eftir fer listi yfir þær bækur sem í dag bættust við það mikla safn bóka sem Beatrice Bixon hefur gefið á liðnum árum en alls munu þær vera orðnar nærri eitt þúsund talsins.

Með þessari viðbót er The Interpretation-ritröðin til á Háskólabókasafninu í heild sinni en öll skýringaritin við Nýja testamentið úr þeirri ritöð bárust með bókagjöf Bixons í fyrra.

Meðal annarrra ritraða sem Bixon hefur gefið safninu má nefna Word-skýringaritin sem þykja einhver þau vönduðustu sem völ er á.

Í ritröðinni Interpretation. A Bible Commentary for Teaching and Preaching. (John Knox Press, Louisville):    Fretheim, Terence E., 1991: Exodus.  – Olson, Dennis T. 1996: Numbers.  – Creach, Jerome F.D. 2003: Joshua.  – Sakenfeld, Katherine Doob 1999: Ruth.  – Brueggemann, Walter. 1990: First and Second Samuel.  – Nelson, Richard 1987: First and Second Kings.  – Throntveit Mark A. 1992: Ezrah-Nehemiah.  – Bechtel, Carol M. 2002: Esther.  – Janzen, J. Gerald 1985: Job.  – Mays, James L. 1994: Psalms.  – Perdue, Leo G. 2000: Proverbs.  – Hanson, Paul D. 1995: Isaiah 40-66.  – Clements, R.E. 1988: Jeremiah.  – Blenkinsopp, Joseph 1990: Ezekiel. –  Towner, W. Sibley 1984: Daniel.  – Limburg, James 1998: Hosea-Micah.  – Achtemeier, Elizabeth 1986: Nahum-Malachi.  

Í ritröðinni Hermeneina – A Critical and Historical Commentary on the Bible.(Fortress Press, Philadelphia). Collins J. John 1993: Daniel.  Betz, Hans Dieter 1979: Galatians.  

Loks eftirtaldar bækur: Perry, T.A. 2006: The Honeymoon is Over. Jonah‘s Argument With God. (Hendricksons Publishers).  – Reis, Pamela Tamarkin 2002: Reading the Lines. A Fresh Look at the Hebrew Bible. (Hendricksons Publishers). – Sarna, Nahum M. 1993: On the Book of Psalms. Exploring the Prayers of Ancient Israel. (Schocken Books, New York).  – Wilson, Leslie S. 2006: The Book of Job. Judaism in the 2nd Century BCE: An Intertextual Reading.  Studies in Judaism. (University Press of America).

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-06-26/baekur-bixons-voru-afhentar-i-dag/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli