gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Ingibjörg Sólrún í Beit Hanassi · Heim · Peres harðorður um Hamas við Ingibjörgu »

Hebreska kvölds og morgna

Gunnlaugur A. Jónsson @ 09.33 18/7/07

Fyrir guðfræðinga og sérstaklega fyrir áhugamenn um biblíufræði er það sérlega gefandi að lesa hebresku kvölds og morgna. Það hef ég tamið mér nú í sumar og fengið mikið út úr því.

Tungumálanám skerpir hugsunina og ég held að það eigi alveg sérstaklega við um hebreskuna, hún reynir t.d. mjög á sjónminnið er mjög rökvíst upp byggð o.s.frv. Meðal þess sem ég hef sérstaklega verið að lesa er sú stutta en skemmtilega bók sem kennd er við Jónas.

Meginástæðan til að Jónasarbók varð fyrir valinu er sú að ég hef í fórum mínum einstaklega gott hjálparrit Jonah. A handbook on the Hebrew Text eftir W. Dennis Tucker Jr. Mæli eindregið með henni. Fyrir þá sem eru farnir að ryðga í hebresku málfræðinni er hún sérlega gott rit, greinir öll orð málfræðilega og setningarfræðin þar með talin.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-07-18/hebreska-kvolds-og-morgna/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli