gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Um upphaf kennslu í gamlatestamentisfræðum í haust · Heim · Konur í miklum meirihluta fyrsta árs nema í guðfræðideild »

Á leið til fyrirheitna landsins

Gunnlaugur A. Jónsson @ 12.16 28/8/07

Eftir rúman klukkutíma er ég á leið út á Keflavíkurflugvöll. Ferðinni er heitið til Fyrirheitna landsins, þ.e. Landsins helga (Ísraels). Um er er að ræða vinnuferð á vegum Hins íslenska biblíufélags og ferðafélagi minn er Ólafur Egilsson, stjórnarmaður í félaginu og fyrrverandi sendiherra.

Það er óneitanlega tilhlökkunarefni að koma til Landsins helga á ný en þangað hef ég ekki komið í heil tíu ár en þá vorum við dr. Pétur Pétursson, prófessor og starsbróðir minn við guðfræðideildina, þar í kynnisför ásamt eiginkonum okkar. Fórum vítt og breitt um landið og skoðuðum flesta þá staði sem markverðastir teljast af sjónarhóli Biblíunnar.

Það var vel heppnuð ferð og ánægjuleg í alla staði. Að ferðinni lokinni var það staðfastur ásetningur minn að koma þangað aftur fyrr en seinna. Það hefur af ýmsum ástæðum dregist lengur en til stóð.

En nú verður líklega ekki mikið um mikil ferðalög mín innan Ísraels, ferðinni er fyrst og fremst heitið til borgarinnar Herzlia sem er um 10 km frá Tel Aviv. Það munum við dveljast í tæpa viku og sinna þeim erindum sem okkur hafa verið falin.

Ég kem heim aftur næstkomandi mánudag, síðdegis, og ekki er þess að vænta að ég verði með neinar færslur hér á vefsíðu minni fyrr en eftir heimkomuna.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-08-28/a-leid-til-fyrirheitna-landsins/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 28/8/2007 13.29

Góða ferð og gangi ykkur vel.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli