gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Á leið til fyrirheitna landsins · Heim · Glæsimark Emils gegn Spánverjum »

Konur í miklum meirihluta fyrsta árs nema í guðfræðideild

Gunnlaugur A. Jónsson @ 21.32 5/9/07

Sú var tíðin að guðfræðideildin var einhver mesta karladeildin í Háskóla Íslands. Ekki þarf að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna myndir þar sem allir nemendur og kennarar deildarinnar eru klæddir í jakkaföt og með hálsbindi. Sú tíð er löngu liðin.

Ég var með mína fyrstu kennslustund í 1. árs námsskeiðinu Saga, bókmenntir og þjóðfélag Hebrea í morgun.

34 nemendur skrifuðu sig á viðvistarskrá. Skrána hef ég ekki við höndina en mig minnir að af 34 nemendum hafi verið 28 konur. Aldursdreifingin er líka mikil. Það er mikið af fólki á miðjum aldri og raunar eru nýstúdentar tiltölulega fáir. En mér leist vel á hópinn og hlakka til kennslunnar í þessu námskeiði þar sem áherslurnar eru að nokkru leyti aðrar en á undanförnum árum og stuðst við aðrar kennslubækur.

Munar þar mestu um að fornleifafræðin fær aukið vægi og auk þess mun ég kappkosta að lýsa sem best sögusviðinu, þ.e. Landinu helga, og ferð mín til Ísraels á dögunum kveikti í mér áhuga á að sinna þeim þætti betur. Það er mikilvægt að hafa landshættina í huga þegar gengið er til fundar við hina fornu texta Gamla testamentisins.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-09-05/konur-i-miklum-meirihluta-1-ars-nema-i-gudfraedideild/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Stefán Einar @ 6/9/2007 06.39

Og þá er nú ekki amalegt að hafa vatnslitamyndir Magnúsar Jónssonar við hendina. Fara kennslustundir ekki annars fram í V. stofu?

Gunnlaugur A. Jónsson @ 6/9/2007 07.28

Raunar er kennsla fyrsta árs nemanna ekki í 5. stofu (nú nefnd A-229) en vatnslitamyndir Magnúsar Jónssonar úr Jórsalaför hans og Ásmundar Guðmundssonar árið 1939 mynda enn rammann um kennsluna í stofu 5 og fer vel á því. Þar byrja ég í dag með námskeiðið guðfræði Gamla testamentisins sem ætlað er þeim nemendum deildarinnar sem lengra eru komnir.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli