gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Sr. Arna Grétarsdóttir kvödd í fullri Seltjarnarneskirkju · Heim · Af sóttarsæng í kveðjumessu hjá sr. Jakobi Ágústi »

Fyrirlestur kl. 15 í dag um “Gyðinga sögur” og íslenska áheyrendur á 13. og 16. öld

Gunnlaugur A. Jónsson @ 10.06 24/9/07

Forvitnilegur fyrirlestur verður haldinn í Guðfræðistofnun í dag kl. 15. Það er dr. Svanhildur Óskarsdóttir sem flytur fyrirlestur er hún nefnir: “Gyðinga sögur” og íslenskir áheyrendur á 13. og 16. öld.

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og er liður í málstofuröð Guðfræðistofnunar í tilefni af úkomu nýju íslensku Biblíunnar í haust. Málstofan hefst kl. 15.

Í erindi Svanhildar kemur fram að svo virðist sem greina megi tvö blómaskeið í íslenskum biblíuþýðingum fyrri alda, annars vegar á þrettándu öld en á hins vegar á þeirri sextándu. Í erindinu verður gefið yfirlit um íslenskar biblíuþýðingar fyrir tíma Guðbrandsbiblíu, rætt um bókmenntalegt umhverfi þeirra og hugað að hliðstæðum og andstæðum milli þýðingarstarfs 13. og 16. aldar.

Svanhildur Óskarsdóttir lauk BAprófi í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands og stundaði síðan framhaldsnám í miðaldafræðum við háskólana í Toronto, Kaupmannahöfn og Lundúnum þaðan sem hún lauk doktorsprófi árið 2000.

Hún hefur starfað á Stofnun Árna Magnússonar frá árinu 1999 og sinnt þar textaútgáfum og rannsóknum, meðal annars á fornum biblíuþýðingum.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-09-24/fyrirlestur-kl-15-i-dag-um-gydinga-sogur-og-islenska-aheyrendur-a-13-og-16-old/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Stefán Einar @ 24/9/2007 22.07

Fyrirlestur Svanhildar í dag var afar áhugaverður og opnaði manni nýja sýn á þennan þátt í bókmenntasögu þjóðarinnar. Nú þarf maður að leggjast yfir “Stjórn” þó vissulega þurfi að taka uppsetningu efnisins þar með ákveðnum fyrirvara.

Ég hlakka mikið til þess að lesa erindið yfir er það mun birtast í Ritröð Guðfræðistofnunar.

Gunnlaugur @ 24/9/2007 23.07

Ég er sammála um að fyrirlestur Svanhildar var mjög áhugaverður. Það er ekki á allra vitorði hvað mikið var til af biblíuþýðingum á íslensku og/eða norrænu áður en Oddur þýddi Nýja testamentið og gaf út 1540. Það var ekki síst fróðlegt við fyrirlesturinn hversu vel var þar sýnt fram á þá venju að blanda saman biblíutextum og “glósum”, eins konar áhrifasögu svo og veraldarsögu. Minnir á midrash-iðkun Gyðinga.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli