gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Um notkun Sálms 23 í kvikmyndum · Heim · Sl 42 og saga af altaristöflu í Áskirkju »

Áhugaverð orð úr biblíuþýðingu fyrir fæðingu Krists

Gunnlaugur A. Jónsson @ 22.14 9/11/07

Mikill fengur er að Síraksbók í hinni nýju Biblíu en hin læsilega þýðing Síraksbókar er að langmestu leyti verk sr. Árna Bergs heitins Sigurbjörnssonar. Síraksbók er merkileg bók fyrir margra hluta sakir. Hún á sér t.d. fróðlega áhrifasögu hér á landi þó ekki verði því efni gerð skil hér. Í ljósi mjög svo fyrirsjáanlegra deilna um nýju biblíuþýðinguna finnst mér forvitnilegt að lesa orð fyrsta þýðanda Síraksbókar, líklega frá því um 130 f. Kr.

Þar kemst þýðandinn svo að orði í formála: “Ég bið ykkur nú að lesa bókina af velvilja og eftirtekt og taka ekki hart á því þótt misbrestur kunni að virðast á þýðingunni á stöku stað en allan lagði ég mig fram við verkið. En það sem upphaflega var samið á hebresku fær að einhverju leyti aðra merkingu þegar því er snúið á aðra tungu. Það á ekki aðeins við um þessa bók. Sjálft lögmálið, spámennirnir og hinar bækurnar víkja um merkingu þó nokkuð frá því sem sem er á frummálinu.”

Svo tala sumir og skrifa eins og það sé nýlunda að Biblían sé þýdd að nýju. Margt hefur verið sagt um hina nýju biblíuútgáfu og ekki allt viturlegt.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-11-09/ahugaverd-ord-ur-bibliuthydingu-fyrir-f-kr/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli