gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Sl 42 og saga af altaristöflu í Áskirkju · Heim · Biblía, bíó og Bakþankar »

Júdít

Gunnlaugur A. Jónsson @ 10.10 13/11/07

Þessi kvinna ebresk ein / hefur Assúrs veldi / kunnað að valda mesta mein / og magn hans felldi.

Með endurkomu hinna apókrýfu bóka inn í íslensku Biblíuna eru nú þjú rit Gamla testamentisins kennd við konur, þ.e. Rut, Ester og Júdít (og að auki eru svo viðaukar við Esterarbók meðal hinna apókrýfu bóka).

Júdítabók á sér talsverða áhrifasögu í íslenskri kristni- og menningarsögu og ber þar hæst Rímur af bókinni Júdít sem birtust í Vísnabók Guðbrands 1612. Ofannefnd vísa er sjöttu rímunni þar út af Júdítarbók, 23. erindi.

Júdítarbók skiptist í tvo meginhluta: (1) Herferð Neúkadnesars konungs og Hólofernesar hershöfðingja gegn Gyðingu, (2) Hvernig hin guðhrædda ekkja Júdít vélar Hólofernes og bjargar þjóð sinni.

Bókin er talin skrifuð á Makkabeatímanum á 2. öld f. Kr. og er til þess fallin að stappa stálinu í þjóðina á erfiðleikatímum. Júdít er ímynd þeirra dygða sem Farísear kröfuðust.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2007-11-13/judit/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli