gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« EM-fótboltinn ruglaði svefninn · Heim · Flúgandi Hollendingar »

Húsmæður, hórur og hetjur

Gunnlaugur A. Jónsson @ 14.53 10/6/08

Meðal bókanna á náttborði mínu nú í byrjun sumars hefur verið bók sem fjallar um konur í Gamla testamentinu. Vissulega áhugavert efni og titillinn vekur athygli.

Enskur titill bókarinnar er Helpmates, Harlots, and Heroes. Women’s Stories in the Hebrew Bible.  Höfundur bókarinnar er Alice Ogden Bellis.

Læsileg bók og held ég að titillinn sem ég setti á þessa færslu dugi ágætlega sem þýðing á bókartitlinum, þ.e. húsmæður, hórur og hetjur.

Kvennaguðfræðin hefur á undanförnum þremur áratugum eða svo í síauknum mæli dregið athyglina að konum í Biblíunni og þetta er ein áhugaverðasta bókin um það efni sem ég hef komist yfir.

Bókin les ég eins og maður sem étur fíl, þ.e. lítið í einu!

url: http://gunnlaugur.annall.is/2008-06-10/husmaedur-horur-og-hetjur/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli