gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Ekkjan, munaðarleysinginn og útlendingurinn sem býr meðal ykkar · Heim · Fyrsti kvenforsetinn stjórnaði fundi »

Enn ein bókagjöfin frá Beatrice Bixon

Gunnlaugur A. Jónsson @ 18.11 10/7/08

Helsti hollvinur guðfræðideildar H.Í. verður að teljast bandaríski gyðingurinn Beatrice (Bambi) Bixon sem hefur um langt árabil komið á hverju sumri færandi hendi til landsins með mikið magn bóka, einkum í biblíufræðum og gyðinglegum fræðum, og gefið deildinni/Háskólabókasafni.

Og enn eitt árið er Bambi Bixon komin og að þessu sinni með umtalsvert magn skýringarita, einkum  á sviði nýjatestamentisfræða. Ég hef veitt bókunum móttöku og afhent þær safninu þar sem kvittað hefur verið fyrir afhendingu. Bambi dvelst að jafnaði um tvo mánuði hér á landi á hverju sumri og ætlar guðfræðideild að halda henni kaffisamsæti á næstunni í tilefni af sjötugsafmæli hennar sem var í vor.

Sjálfur hef ég þegar hitt Bambi nokkrum sinnum eftir að ég sótti hana á Keflavíkurflugvöll á dögununum en hún unir sér afskaplega vel hér á landi, á hér talsverðan fjölda vina, og segist líka kunna einstaklega vel við veðráttuna hér á sumrin. Bambi er búsett í New Haven í Bandaríkjunum stærstan hluta ársins.

Bókagjafir hennar koma sér afskaplega vel, ekki síst í ljósi þess að fjárhagur guðfræðideildar hefur að undanförnu verið með þeim hætti að lítið hefur verið hægt að kaupa af bókum til safnsins og jafnvel hefur áskriftum að mikilvægum fræðiritum verið sagt upp. Ekki er það gæfulegt ástand þegar það markmið er boðað af yfirvöldum skólans að byggja skuli upp rannsóknanám sem stenst samjöfnuð við það sem gerist við bestu háskóla erlendis.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2008-07-10/enn-ein-bokagjofin-fra-beatrice-bixon/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli