gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Selfoss – Sigur á æskuslóðum · Heim · Fíngerðir fuglar Höskuldar í Hveragerði »

Laxness, Wellhausen og heimsfrægðin

Gunnlaugur A. Jónsson @ 15.44 28/7/08

Það var gaman að koma á Gljúfrastein s.l. föstudag í fylgd tveggja gesta sem búsettir eru erlendis. Ekki spillti fyrir að dóttursonur Nóbelskáldsins og nafni leiddi okkur um húsið og þannig losnuðum við undan heyrnartólum sem boðið var upp á með leiðsögn á ýmsum tungumálum.  Hinn ungi Halldór var einkar ljúfur í allri framgöngu og kynning hans (sett fram á enskri tungu)  elskuleg og áhugaverð.

Ég mæli með heimsókn á Gljúfrastein, tilvalið að sýna útlendingum staðinn og sjálfur var ég að koma þarna í fyrsta sinn. Margt var forvitnilegt að sjá og heyra en það sem ég staldraði einna helst við var púlt skáldsins. Ég vissi það raunar áður að hann stóð gjarnan er hann skrifaði - við púltið góða.

Þá kom mér í hug að einhver áhrifamesti gamlatestamentisfræðingur allra tíma, Þjóðverjinn Julius Welhausen (1844-1918) gerði slíkt hið sama, þ.e. stóð við skriftir.  Kannski er þarna kominn lykillinn að heimsfrægðinni!  Raunar átti fyrirrennari minn í starfi, dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor (1924-1995) svona púlt en ég sá hann aldrei skrifa við það. Hann notaði það undir Guðbrandsbiblíu.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2008-07-28/laxness-og-wellhausen/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli