gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« “Guð blessi móðurina sem ól þig.” Ísland keppir um gull á ÓL · Heim · Seltirningar flagga fyrir silfrinu en lítið flaggað í höfuðborginni »

Logi skapar úr engu – enn af trúarlegu orðalagi í handbolta

Gunnlaugur A. Jónsson @ 17.10 22/8/08

Logi Geirsson átti stórleik með íslenska landsiðinu í dag eins og öll íslenska þjóðin veit væntanlega. Ég hef verið að elta uppi trúarlegt orðalag í tengslum við lýsingu frá Olympíuleikunum og Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska liðsins var á trúarlegum nótum þegar hann fjallaði um Loga að loknum glæstum sigri íslenska landsliðsins í undanúrslitum gegn Spáverjum (36-30) í dag þar sem Logi fór á kostum og skoraði sjö glæsileg mörk.

Logi “creates something out of nothing” – skapar eitthvað úr engu, sagði Óli um þennan skotharða félaga sinn í landsliðinu. Sköpun úr engu er í guðfræðilegri umræðu oft nefnd upp á latínu - “creation ex nihilo”. Umdeilt er meðal ritskýrenda hvort um sé að ræða sköpun úr engu í upphafsversum Biblíunnar (1 Mós 1:1-3).

Logi er sonur eins leiknasta handboltakappa sem Ísland hefur alið, Hafnfirðingsins Geirs Hallsteinssonar sem um langt árabil var besti leikmaður íslenska landsliðsins.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2008-08-22/logi-skapar-ur-engu-enn-af-truarlegu-ordalagi-i-handbolta/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli