gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Seltirningar flagga fyrir silfrinu en lítið flaggað í höfuðborginni · Heim · Þrúgur reiðinnar og kreppa nútímans »

Bambi Bixon heiðruð af guðfræðideild

Gunnlaugur A. Jónsson @ 09.39 25/8/08

Bandaríski gyðingurinn Beatrice (Bambi) Bixon var heiðruð með kaffisamsæti í síðstliðinni viku af guðfræðideild. Var hófið haldið í Skólabæ og viðstaddir voru flestir fastráðnir starfsmenn guðfræðideildar svo og fáeinir persónulegir vinir Bambi hér á landi.

Tilefnið var annars vegar það að Bambi varð sjötug í mars síðastliðnum og hins vegar og einkum það að deildinni þótti ærin ástæða til að heiðra hana og þakka henni fyrir þær miklu bókagjafir á fræðasviði guðfræðinnar sem hún hefur á liðnum árum hefur fært Háskólabókasafninu.

Bækurnar sem hún hefur hefur gefið eru líklega orðnar um eitt þúsund talsins, flestar á sviði biblíufræða (einkum G.t.-fræða) og gyðinglegra fræða.

Pétur Pétursson, starfandi forseti guðfræðideildar, stjórnaði samverunni og ávarpaði Bambi en alls voru fjórar ræður haldnar henni til heiðurs. Var ég í hópi þeirra og minnist ég  m.a. á að Bambi væri orðin svo mikill “Íslandsvinur” (öfugt við margt af fræga fólkinu sem fær þann titil eftir að hafa kíkt á  skemmtanalífið í Reykjavík eina kvölstund eða svo) að hún hefði að undanförnu tekið að kynna sér reglurnar í handbolta enda ekki komist hjá því að heyra að umræðuna um þau efni. Ein besta vinkona hennar hér á landi er Jakobína Finnbogadóttir, amma handboltastjörnunnar Óla Stefánss., þannig að ekki þarf það að koma á óvart að Bambi hafi smitast af handboltabekteríunni.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2008-08-25/bambi-bixon-heidrud-af-gudfraedideild/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli