gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Leitin að syndaselum: Íslendingar í hlutverki Gyðinga? · Heim · Silfur Egils og skuldafangelsi barnabarnanna »

Karl biskup: “Tími umhyggju og samstöðu”

Gunnlaugur A. Jónsson @ 14.56 12/10/08

Karl Sigurbjörnsson biskup prédikaði í Seltjarnarneskirkju í morgun og var næstum full kirkja enda tók mig nokkurn tíma að finna bílastæði þar sem ég var í seinna lagi. Í prédikun sinni talaði biskup inn í aðstæður fjármálakreppunnar sem snert hefur alla Íslendinga síðustu daga, á einn eða annan dag. Biksup lagði áherslu á að nú væri tími umhyggju og samstöðu.

“Nú er tími umhyggju og samstöðu,” sagði biskup og bætti við:  “Síðar kemur að tíma uppgjörsins, er reikningar verða gerðir upp og sagan skráð. Gætum þess að stund sannleikans verði einnig tími sáttargjörðar. Leitum ekki sökudólga og blóraböggla! Nú þurfum við öll að standa saman, og hlynna hvert að öðru og að þeim gildum sem við eigum best og ein munu bera okkur yfir þessa erfiðleika og ein megna að leggja undirstöður undir heilbrigt samfélag á Íslandi. Sjóðir hinna andlegu og siðferðislegu verðmæta, umhyggju, kærleika, trúar og bænar standa traustir og vara þegar annað bregst og hrynur.”

Að venju komu margir kirkjugesta saman í safnaðarheimilinu að messu lokinni og áttu þar spjall saman yfir kaffi- eða tebolla. Fólk var ánægt með prédikun biskup og maður finnur fyrir því að samveran er fólki mikilvæg á þeim erfiðu tímum sem íslensk þjóð hefur nú gengið inn í.

Prédikun biskups hefur þegar verið birt í heild á: www.tru.is

url: http://gunnlaugur.annall.is/2008-10-12/karl-biskup-timi-umhyggju-og-samstodu/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli