gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Handboltalandsliðið stendur fyrir sínu · Heim · Kirkjan og kreppan »

Þjóðarstoltið lifir í íþróttunum – Besti árangur íslensks fótboltaliðs

Gunnlaugur A. Jónsson @ 21.00 30/10/08

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi á næsta ári með 3-0 sigri á Írum á Laugardalsvelli. Þetta er besti árangur sem íslenskst knattpspyrnulandslið hefur náð, þ.e. í fyrsta sinn sem íslenskt knattspyrnulið á sæti í úrslitakeppni.

Sigurinn kemur á góðum tíma þegar þjóðin þarf á einhverju að halda til að vera stolt yfir. Enda var talað á þeim nótum eftir leikinn og greinilegt að landliðsstelpurnar voru a.m.k. öðrum þræði að keppa að því að rétta hlut þjóðar sinnar á  erfiðum tímum.

Kvennalandsliðið okkar í fótbolta hefur náð fínum árangri á undanförnum árum og því koma úrslitin í kvöld hreint ekki á óvart. Karlalandsliðið er hins vegar mörgum klössum lakara nú um stundir. Þannig hefur það raunar verið hjá frændum okkar Norðmönnum um langt árabil, bæði í handbolta og fótbolta.

En Norðmenn eru hins vegar núna komnir með afar sterkt handboltalandslið karla og erfitt verður fyrir silfurdregina okkar að leggja þá að velli í Drammen á laugardaginn kemur. Það vantar fjóra af lykilmönnum í íslenska liðið frá ÓL í Peking en vissulega engir aukvisar sem komið hafa í þeirra stað. Spennandi leikur framundan á laugardaginn þar sem ég held að Norðmenn verði fyrirfram að teljast heldur sigurstranglegri.

Ólíkt heilsusamlegra að fylgjast með íþróttum núna en efnahags- og viðskiptafréttum sem raunar hafa aldrei vakið áhuga minn fyrr en ég, eins og þjóðin öll, vaknaði upp við þann vonda draum að íslenska þjóðin var skyndilega orðin gjaldþrota – eða því sem næst – og aðhlátursefni um allan heim að auki.

En fótboltastelpurnar okkar sýndu í kvöld að þær eru í háum alþjóðlegum gæðaflokki og sannarlega ekkert aðhlátursefni.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2008-10-30/thjodarstoltid-lifir-i-ithrottunum-besti-arangur-islensks-fotboltalids/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Carlos @ 30/10/2008 21.58

Brauð og leikir …

En jú, þær stóðu sig vel, einnig silfurdrengirnir í gær.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli