gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Friðarsúla og upplýst Nesstofa – falleg ljós á kvöldgöngu · Heim · Dirty Harry á Dec-sýningu í gærkvöldi »

Hvernig hið illa sigrar – 70 ár frá Kristalnóttunni

Gunnlaugur A. Jónsson @ 23.27 9/11/08

Í dag eða í nótt öllu heldur (9.-10. nóv.) eru 70 ár liðin frá kristalnóttunni svokölluðu, þegar ofsóknir nasista á Þýskalandi tóku á sig nýja og áþreifanlega mynd og eftir það mátti öllum ljóst vera hvað nasistar ætluðu sér með gyðinga. Ráðist var á þúsundir verslana í eigu gyðinga svo og samkunduhús (sýnagógur) þeirra. Meira en 90 gyðingar létu lífi í árásunum og yfir 30 þúsund voru fluttir í þrælkunarbúðir. 

Vek athygli á frétt í minningu þessa atburðar í Jerusalem Post í dag þar sem sá lærdómur er dreginn af ofsóknum þessum að til þess að hið illa sigri þurfi ekki annað en það að gott fólk aðhafist ekki.

Sjá: http://www.jpost.com/servlet/Satellite?cid=1225910066712&pagename=JPost%2FJPArticle%2FShowFull

url: http://gunnlaugur.annall.is/2008-11-09/hvernig-hid-illa-sigrar-70-ar-fra-kristalnottinni/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Carlos @ 10/11/2008 07.03

Þungbær og þörf áminning.

Ólöf I. Davíðsdóttir @ 12/11/2008 03.53

Í dag var forsýnd í skólanum mínum ný heimildarmynd um dr. Dr. Elisabeth Schmitz, kennara sem var í virkri andstöðu við Hitlersstjórnina. Sýningartíminn var einmitt valin vegna sögu þessa dags. Pallborðsumræður voru á eftir. Því miður gat ég ekki verið viðstödd.
Nánari upplýsingar eru hér:

http://wesleyseminary.edu/events/eventID.41/event_detail.asp


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli