gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Hvernig hið illa sigrar – 70 ár frá Kristalnóttunni · Heim · Valkostir Íslands: Gjaldþrot I eða Gjaldþrot II ? »

Dirty Harry á Dec-sýningu í gærkvöldi

Gunnlaugur A. Jónsson @ 11.55 12/11/08

Á hefðbundinni þriðjudagssýningu Deus ex cinema í gærkvöldi sýndu hjónin Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir Clint Eastwood-kvikmyndina “Dirty Harry” frá árinu 1971 og reyndist hún hin ágætasta afþreying.

Það er alltaf gott að koma til sómahjónanna Leifs og Sigríðar á hið listræna heimili þeirra á Laufásveginum og gærkvöldið var engin undantekning og eplakaka Sigríðar löngu rómuð í klúbbnum.

Myndin “Dirty Harry” eru ekki sérlega trúarleg mynd en þýðingarmikil atriði í myndinni tengjast þó kirkju og krossi.  Eastwood leikur harðsnúinn lögreglumann sem á í höggi við raðmorðingja sem gengur undir dulnefndinu “Scorpinon”.

Fer lögreglumaðurinn Dirty Harry sjaldnast hefðbundnar leiðir en árangursríkar reynast aðferðir hans og má skoða hann sem eins konar frelsara eða bjargvætt gegn hinum illu öflum. Hann hlustar lítið á lögfræðinga og yfirmenn lögreglunnar sem minna með lögmálsþjónkun sinni á farísea Nýja testamentisins – svo maður leyfi sér nú að lesa dálítið af trúrstefjum inn í myndina.

Þetta var önnur sýningin í röð hjá DEC þar sem sýnd er mynd með Clint Eastwood í gærkvöldi. Elína Hrund sýndi í síðustu viku Clint Eastwood-myndina “Play Misty For Me.”

Góð afslöppun og hvíld frá kreppunni, þó það verði að játast að lokinni umræðu um myndina urðu nokkrar umræður um ástandið hér á landi og spurninguna hvort hugsanlega færi að styttast í mótmæli við sendiráð Breta en það er ekki langt frá heimili þeirra hjóna. En hér var ekki ætlunin að gera kreppumálin að umtalsefni.

Eftirtaldir félagar voru mættir í gærkvöldi auka Leifs og Sigríðar: Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, nývígð til Reykhólaprestakalls, Egill B. Heinsson prófessor, Gunnar J. Gunnarsson lektor og undirritaður.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2008-11-12/dirty-harry-a-dec-syningu-i-gaerkvoldi/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli