gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Atgeirinn, afsögn Guðna og sköpun heimsins · Heim · Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós … »

“Tveir heimar” hjá Deus ex cinema í gærkvöldi

Gunnlaugur A. Jónsson @ 11.17 19/11/08

Á hefðbundinni þriðjudagssýningu Deus ex cinema íg ærkvöldi var sýnd glæný dönsk kvikmynd “To verdener” eftir Niels Anders Oplev. Myndina sýndi sr. Árni Svanur Daníelsson, doktorsnemi, á heimili sínu og fékk hún góða dóma viðstaddra.

Myndin fjallar um Votta Jehóva. Ung stúlka, Sara að nafni, sem tilheyrir Vottunum verður ástfangin að pilti utan hreyfingarinnar og er það meginefni myndarinnar og þau vandamál sem upp koma í tilhugalífi þeirra.
Sara þarf einfaldlega að velja á milli trúarhreyfingarinnar og ástarinnar.

Myndin, sem byggð er á sannsögulegum viðburðum, er ekki síst vel heppnuð fyrir þá sök að Vottunum er ekki lýst sem einhverjum illmennum heldur ósköp venjulegu og heldur viðkunnanlegu fólki sem aðeins tilheyrir hreyfingu sem er um margt mjög frábrugðin því umhverfi sem við eigum flest að venjast.

Bjarni Randver Sigurvinsson, sem er sérfræðingur í trúarbragða- og kirkjudeildafræðum, veitti nokkra ráðgjöf fyrir gerð handrits myndarinnar og var ekki lítill fengur að hafa hann á sýningunni. Flutti hann aðfararorð og lagði margt til mála í þeim líflegu umræðum sem urðu að sýningu lokinni.

Árni Svanur minnti okkur á að jólin eru á næsta leiti með því að bjóða upp á glænýjar smákökur sem hann hafði sjálfur bakað. Jólin eru meðal þess sem Vottarnir halda ekki og raunar ekki upp á afmælisdaga heldur. Þessi einkenni hreyfingarinnar komu þó ekki við sögu í myndinni.

Auk hans og Bjarna voru á sýningunni Gunnar J. Gunnarsson lektor, Oddný Sen kvikmyndafræðingur og undirritaður.

Vel heppnuð og ánægjuleg sýning.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2008-11-19/tveir-heimar-hja-deus-ex-cinema-i-gaerkvoldi/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 23/11/2008 09.34

Þetta var hin ágætasta mynd og sannarlega frábært að hafa Bjarna Randver með á sýningunni. Ég er ekki að þetta sé mynd sem geti nýst vel til að fræða um þennan trúarhóp.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli