gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Bölmóður fjölmiðlanna · Heim · Góð byrjun nýja formannsins úr Reykhólasveitinni »

Frumlegustu mótmælin: Gullkálfinum hafnað

Gunnlaugur A. Jónsson @ 08.11 19/1/09

Mótmælin gegn efnahagsástandið hafa tekist misjafnlega vel, eins og gengur. Frumlegustu mótmælin til þessa eru tvímælalaust þau sem áttu sér stað í Mývatnssveit s.l. laugardag (17.1) þar sem nokkrir tugir manna voru saman komnir. Viðstaddir höfðu komið fyrir líkani af gullkálfi á fundarstaðnum og að ávörpum loknum var gúmmískóm og öðru skótaui hent í gullkálfinn og hann þannig hrakinn á brott með táknrænum hætti.

Dansinn í kringum gullkálfinn er löngu þekkt orðalag, sem á við á öllum tímum, og fjallar um hjáguðadýrkun almennt en kannski einkum og sér í lagi um mammonsdýrkun og ást á peningum.  Orðlagið er, eins og flestir vita, sótt í söguna í 2. Mósebók 32 þar sem segir frá því er Ísraelsmenn gerðu sér gullkálf meðan þeir biðu þess að Móse kæmi niður af Sinaífjalli. Sígild saga sem oft hefur verið vitnað í, beint eða óbeint, í umræðunni um efnahagshrunið.

Mér þótti vænt um að fá símhringingu frá hinum aldna biskupi, herra Pétri Sigurgeirssyni s.l. föstudag. Erindi hans var það eitt að ræða við mig um þessa sögu og áttum við saman gott samtal sem gaf mér mikið.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2009-01-19/frumlegustu-motmaelin-gullkalfinum-hafnad/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli