gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Seltjarnarneskirkja 20 ára í dag · Heim · Mikilvægasta biblíuþýðingin »

Dætur vonarinnar

Gunnlaugur A. Jónsson @ 14.47 19/2/09

Ágústínus kirkjufaðir komst vel að orði er hann sagði að vonin ætti sér tvær fallegar dætur, reiði og hugrekki.

Reiði yfir því hvernig ástandið er og hugrekki til að sjá til þess að það yrði ekki óbreytt. Rakst  á þessi kunnu ummæli hans er ég var sem oftar í grúska í notkun og áhrifum Davíðssálma í fyrri tíð. Þar vantar ekki að Ágústínus hafi sitthvað frumlegt til mála að leggja. Orð hans um vonina fannst mér tala inn í aðstæður samtíma okkar og held þeim því til haga hér, eins og pólitíkusarnir segja.

“Vötn hvíldar” (vötn þar sem ég má næðis njóta) í þekktasta sálminum, Sl 23 (”Drottinn er minn hirðir…”) túlkaði hann á kristilegum nótum sem skírnina og “borðið” og “hús Drottins” í niðurlagi sálmsins taldi hann vísa á hina kristnu kvöldmáltíð. Slíkar túlkanir eiga auðvitað ekki mikinn hljómgrunn hjá ritskýrendum samtímans en forvitnilegar eru þær í samhengi túlkunarsögu Saltarans.

Og hvernig skyldi Ágústínus hafa farið með eitthvert óhuganlegasta vers Saltarans, niðurlagið í Sl 137 þar sem sá maður er lýstur “sæll” sem slái börnum Babýlóníumanna niður við stein?

Jú,  þetta túlkaði Ágústínus sem svo að börnin stæðu fyrir litlu syndirnar sem þyrfti að brjóta á steini áður en þær yrðu að stórum syndum. Steinninn var í huga Ágústínusar annað hvort Kristur eða kirkjan.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2009-02-19/daetur-vonarinnar/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli