gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Kreppuklám v biblíulegt orðfæri · Heim · Dætur vonarinnar »

Seltjarnarneskirkja 20 ára í dag

Gunnlaugur A. Jónsson @ 06.53 19/2/09

Seltjarnarneskirkja á 20 ára víglsuafmæli í dag. Tímamótanna verður minnst með dagskrá í kirkjunni bæði í dag og á sunnudaginn kemur. Dagskráin í dag hefst kl. 17. Þar mun starfsbróðir minn, dr. Pétur Pétursson prófessor við guðfræðideild H.Í. flytja hugvekju en það var einmitt faðir hans, hr. Pétur Sigurgeirsson biskup, sem vígði kirkjuna á sínum tíma.

Þá mun Heimir Þorleifsson sagnfræðingur, höfundur Seltjarnarnesbókar m.m., rekja sögu kirkjunnar. Tónlistardagskrá verður í höndum Friðriks Vignis Stefánssonar, organista kirkjunnar, og söngvaranna Eygló Rúnarsdóttur, Ingu Bjargar Stefánsdóttur og Ragnheiður Söru Grímsdóttur, sem allar eru í Kammerkór kirkjunnar. Áætlað er að afmælisdagskráin í dag taki u.þ.b. eina og hálfa klukkustund og henni lokinni verður boðið upp á kaffi og konfekt í safnaðarheimilinu.

Á sunnudaginn kemur verður svo hátíðarmessa í kirkjunni þar sem sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fyrrv. sóknarpestur Seltjarnarneskirkju, predikar og Selkórinn flytur verk m.a. eftir J. Brahms og F. Mendelsohn. Kammerkór kirkjunnar mun og flytja þætti úr “Messe Basse” eftir G. Fauré

url: http://gunnlaugur.annall.is/2009-02-19/seltjarnarneskirkja-20-ara-i-dag/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli