gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Þétt setið í afmælismessu á Nesinu í morgun · Heim · Þjóðarstoltið lifir í handboltanum »

Aðskilnaður ríkis og kirkju voru mistök, segir Persson

Gunnlaugur A. Jónsson @ 11.29 28/2/09

Ég er staddur í Stokkhólmi þessa dagana og er vissulega gott að dvelja í sænsku andrúmslofti í nokkra daga. Hér er í landi bjó ég jú í sjö ár á sínum tíma og Guðrún, koma mín, ellefu árum betur því að hún ólst hér upp. Það þarf því ekki að koma á óvart að við njótum þess jafnan að komast til Svíþjóðar. Útsölur eru hér margar og viss kreppueinkenni þó ekkert sé það í líkingu við heima. Keypti í fyrradag sjálfsævisögu Göran Perssons forsætisráðherra og hef verið að glugga í hana milli annarra verkefna.

Það er margt forvitnilegt í bók Perssons og ég verð að segja að ég kann vel við þann mann sem birtist í bókinni. Hann var ekki kominn til sögunnar sem áberandi pólítíkus á Svíþjóðarárum mínum en var forsætisráðherra á árunum 1996 til 2007.

Í fyrsta kafla bókarinnar þar sem Svensson ræðir um uppvaxtarár sín kemur hann inn á hin kirkjulegu málefni, en faðir hans var kirkjuvörður. Svensson segir þá skoðun sína að það hafi verið mikil mistök að skilja að ríki og kirkju í Svíþjóð. Hann sat þá í ríkisstjórn Ingvars Carlssonar og var á móti aðskilnaðinum. Hið sama átti við um Thage G. Peterson varnarmálaráðherra.

Svensson skrifar: “Ég harma þróunina. Sænska kirkjan var eitt af fáum þjóðar táknum í landi okkar sem bauð upp á daglega nærveru og hafði hversdagslega þýðingu. Við þurfum á svona sameiningarkrafti að halda, ekki minnst á tímum alþjóðavæðingar.”

Margt fleira jákvætt hefur Persson um kirkjuna að segja.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2009-02-28/adskilnadur-rikis-og-kirkju-voru-mistok-segir-persson/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli