gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Búrfellsgjá: Fallegasta gönguleiðin í nágrenni Reykjavíkur? · Heim · James Bond sem Móse »

Eva Joly nánast þjóðhetja á Íslandi eftir blaðagrein í fjórum löndum

Gunnlaugur A. Jónsson @ 14.20 1/8/09

Ef marka má sterk viðbrögð við grein sem Eva Joly birti í Morgunblaðinu í morgun og á sama tíma í Aftenposten í Noregi, Le Monde í Frakklandi og Daily Telegraph í Bretlandi er hún nánast orðin þjóðhetja á Íslandi.

Gagnrýni hennar á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn virðist falla í kramið hjá mjög breiðum lesendahópi nú um verslunarmannahelgina þegar stór hluti landsmanna er á útihátíðum víðs vegar um landið. Fólk þakkar Eva á ýmsum tungumálum. Raunar fær Evrópusambandið svo og  Bretar, Hollendingar og Norðurlöndin einnig sinn skammt af gagnrýninni.

Í athugasemdadálki á Eyjunni áðan voru komnar talsvert á annað hundrað athugasemdir við fréttina af grein Evy Joly og hið sama var uppi á tengingnum annars staðar þar sem greinin var birt eða í hana vitnað.

Það leynir sér ekki að fólki finnst – með réttu – sem fáir hafi verið að tala máli Íslands erlendis og þar hafi sá boðskapur verið látinn óátalinn að íslenska þjóðin í heild væri óheiðarleg, henni væri ekki treystandi og Íslendingar sem þjóð bæru ábyrgð á hruni bankakerfisins og gott ef ekki heimskreppunni allri. Nær sanni er auðvitað að meira en 99% Íslendinga höfðu aldrei heyrt á Icesafe minnst þegar bankakerfið hrundi hér (bankar í einkarekstri!) með öllum þeim afleiðingum sem eru enn að koma í ljós.

Sjá frétt á eyjunni ásamt ahugasemdum: http://eyjan.is/blog/2009/08/01/eva-joly-fordaemir-breta-i-icesave-atelur-lika-ags-og-esb-og-segir-nordurlondin-bregdast-islandi/

url: http://gunnlaugur.annall.is/2009-08-01/eva-joly-thjodhetja-a-islandi-eftir-bladagrein-i-fjorum-londum/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli