gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Frábær stemmning í gærkvöldi – Selfoss í úrvalsdeild! · Heim · Glæstur sigur Selfyssinga í 1. deild »

Jesaja annar og kreppan

Gunnlaugur A. Jónsson @ 12.50 19/9/09

Nú á haustmisseri kenni ég námskeið í ritskýringu Gamla testamentisins: Síðari spámenn. Megináherslan hvílir á  köflum 40-55 í Jesajaritinu sem góð samstaða fræðimanna er um að eigin rætur sínar að rekja til spámanns sem starfað hafi meðal útlægra Gyðinga í Babýlon í kringum 540 f.Kr. Þarna er fluttur huggunarboskapur, þjóð í útlegð og kreppu er boðuð von.

Ég hef bryddað upp á því nýmæli að biðja nemendur að flytja 3 mín innlegg um valinn texta, eitt vers eða fleiri, og leitast við að heimfæra boðskap þess til samtíma okkar. Þetta hefur mér fundist gefast vel og skemmtilegar hliðstæður hafa nemendurnir séð milli hinna fornu texta og ýmissa fyrirbæra í samtíð okkar, þ. á m. kreppunni.

Marga af fallegustu textum Gamla testamentisins er að finna í umræddum köflum Jesajaritsins. Þar er að finna alltöðru vísi boðskap en þann reiðilestur sem ýmsir telja ranglega að sé megineinkenni Gamla testamentisins.

Það er gefandi að skoða þessa texta í ljósi þess sem við vitum um babýlónsku herleiðingu (586 – 538 f. Kr.), einhvers afdrifaríkasta atburðarins í sögu Ísraelslýðs/Gyðinga. Heiilandi og huggunarríkir textar, ljoðrænir með ríkulegri notkun myndmáls.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2009-09-19/jesaja-annar-og-kreppan/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Ólöf I. Davíðsdóttir @ 22/9/2009 14.29

Ég er hrifin að þessari nýbreytni hjá þér. Þetta hefur löngum tíðkast þar sem ég er í námi í USA og hef sjálf þurft að flytja nokkur svona innlegg. Mér finnst það skemmtilegasta vinnan og það er með ólíkindum hvað samnemendur mínir hafa borið fram góðar hugleiðingar, fullar af innsæi og skapandi hugsun.

Gunnlaugur @ 22/9/2009 17.42

Gott að lesa þessi viðbrögð. Mér finnst sjálfum að þessi tilraun hafi gefið mjög góða raun og mun því vafalaust halda þessu áfram á komandi misserum.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli