gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Afastelpur í Vesturheimi heilsa upp á kisurnar · Heim · Kiljan -Með dauflegra móti en góð samt »

Snjóaði undir stefnuræðu – Sigmundur Davíð bestur

Gunnlaugur A. Jónsson @ 00.04 6/10/09

Var það táknrænt að það skyldi snjóa fyrir utan Alþingishúsinu í kvöld er Jóhanna forsætisráðherra flutti þar stefnuræðu sína í kvöld? Mér fannst það. Og ekki var mikill fagnaðarboðskapur í ræðunni og þess tæpast að vænta. Hundrað milljarðar króna bara í vexti á ári!

Ég er sammála Ögmundi Jónassyni um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi staðið sig best ræðumanna kvöldsins. Ræðu hans var afar snjöll – kannski sú besta sem hann hefur flutt á þingi – og benti hann m.a. á mótsögnina sem felst í því að þegar aðalvandi þjóðarinnar eru  himinháar skuldir þá væri keppt að því að auka við skuldirnar, að fá meiri lán sem ekki ætti að nota.

En því miður sýnast fáir góðir leikir í stöðu Íslands nú um stundir. Snjókoman var því táknræn. Veturinn að koma og flest bendir til að hann verði erfiður og flest bendir líka til að ríkisstjórnin sé í dauðateygjunum. Á morgun er eitt ár liðið frá hruninu og fátt miðað í rétta átt síðan.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2009-10-06/snjoadi-undir-stefnuraedu-sigmundur-david-bestur/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 7/10/2009 11.44

Mér finnst á þessari stundi sem stjórnmálamenn þurfi að leggja til hliðar ágreining og hætta að reyna að skora pólitísk stig og vinna saman í þágu þjóðarinnar. Kannski þýðir það að við þurfum á þjóðstjórn að halda. Ég átta mig ekki alveg á því.

Gunnlaugur @ 7/10/2009 12.05

Það er erfitt að segja til um hvenær stjórnmálamenn eru “að reyna að skora pólitísk stig”. Það sem einn hlustandi upplifir þannig finnst öðrum einfaldlega að viðkomandi stjórnmálamaður sé að tjá einlæga skoðun sína á því sem er mest í þágu þjóðarinnar. Maður vill trúa því að við svo erfiðar aðstæður sem íslenska þjóðarbúið býr við núna séu allir stjórnmálamenn heilir í því að finna bestu leikina, en vandamálið er það að trúlega eru engir snilldarleikir í stöðunni. Sjálfur er ég sammála því sem menn eins og Sigmundur Davíð og Ögmundur hafa verið að segja að stóraukin lán með tilheyrandi vaxtakostnaði sé ekki það sem íslenska ríkið þarf mest á að halda núna. Ég get vel tekið undir það að kannski þurfum vikð á þjóðstjórn að halda núna. Stjórnarandstaða er jafnan mikilvæg en nú eru uppi slíkar aðstæður að þjóðstjórn kann að vera rétta svarið.


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli