gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Á ráðstefnu í heimabæ Wellhausens · Heim · Sl 23 í Gangs of New York »

Spurs fór á kostum og skoraði níu mörk!

Gunnlaugur A. Jónsson @ 17.13 22/11/09

Gt-fræðin urðu að víkja fyrir setu við sjónvarpstækið í eftirmiðdag. Eitthvað sagði mér að “mínir menn” í Tottenham myndu bjóða upp á skemmtun sem væri þess virði að horfa á. Og hvílík skemmtun. Mörkin gegn Wigan urðu níu aður en yfir lauk og eina mark Wigan-manna var auk þess ólöglegt.

Jermain Defoe fór gjörsamlega á kostum og skoraði fimm mörk, öll í seinni hálfleik. Staðan í hálfleik var aðeins 1-0 þrátt fyrir fjölmörg góð marktækifæri en í síðari hálfleik opnuðust allar flóðgáttir og hvílík skemmtun. Þá mun leikur Aarons Lennons á hægri væng sóknar Tottenham-liðsins seint gleymast.

Raunar rifjaðist það upp fyrir mér að ég hef einu sinni séð Tottenham vinna stærri sigur en þennan, sigur sem skráður er í sögubækur félagsins: 29. september 1971. Þá var sigurinn 9 mörk gegn engu, og í það skiptið gladdist ég ekki, því ég var í hópi íslenskra áhorfenda sem horfðu upp á niðurlægingu Keflvíkinga á White Hart Lane í Evrópukeppni. En í dag var ekker sem skyggði á sigur “minna manna.”

url: http://gunnlaugur.annall.is/2009-11-22/spurs-for-a-kostum-og-skoradi-niu-mork/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli