gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Sl 23 í Gangs of New York · Heim · Falleg hefð í Seltjarnarneskirkju – orgelleikur fram að miðnætti á Þorláksmessu »

Prófadagur

Gunnlaugur A. Jónsson @ 10.26 9/12/09

Eitt af því sem tengist aðventunni hjá mér sem kennara eru próf; að semja próf, að vitja nemenda á prófstað og loks að fara yfir próf og ritgerðir.

Í dag eru próf á báðum þeim námskeiðum sem ég hef kennt í haust, annars vegar í Ritskýringu G.t.: Spámenn og hins vegar í Sögu, bókmenntum og þjóðfélagi Hebrea.
Ég vitjaði nemenda í fyrra prófinu áðan, þau sitja við frá kl. 9-12. Ég heyrði ekki annað en almennt væri gott í þeim hljóðið. Af 19 nemendum sem skráðir voru til prófs voru 18 mættir og teljast það býsna góðar heimtur.
Eftir hádegi heilsa ég svo upp á 1. árs nemendur sem taka prófið í Sögu, bókmenntum og þjóðfélagi Hebrea. Það er námsgrein sem fyrir allmörgum árum var sameinuð úr tveimur klassískum greinum, þ.e. sögu Ísraels og Inngangsfræði Gamla testamentisins. Þar eru 39 nemendur skráðir til leiks. Það verður því nóg að lesa á næstunni.

Af jólabókum hef ég enn lítið lesið, hef þau eignast Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson og ævisögu Jóns Leifs, Líf í tónum, eftir Árna Heimi Ingólfsson. Líst mér vel á báðar bækurnar við fyrstu sýn, en mun ekki lesa þær í gegn fyrr en nær dregur jólum.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2009-12-09/profadagur/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli