gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Falleg hefð í Seltjarnarneskirkju – orgelleikur fram að miðnætti á Þorláksmessu · Heim · Frestun forseta hefur gildi ein og sér »

Líf og lög Selmu Kaldalóns – Afmælisdagskrá í Seltjarnarneskirkju á morgun, 27. des. kl. 15

Gunnlaugur A. Jónsson @ 09.31 26/12/09

Á morgun, 27. desember eru liðin 90 ár frá fæðingu Selmu Kaldalóns móður minnar. Af því tilefni mun Listvinafélag Seltjarnarneskirkju standa fyrir metnaðarfullri dagskrá í kirkjunni þar sem kunnir söngvarar munu syngja lög eftir Selmu (1919-1984) og einnig nokkur lög eftir Sigvalda, föður hennar (1881-1946).

Einnig mun Elísabet Brekkan, kennari og leiklistarfræðingur, minnast Selmu en Elísabet þekkti hana frá bernskuárum sínum og var tíður gestur á heimili fjölskyldunnar. Söngvararnir sem koma fram á tónleikunum eru Elísabet F. Eiríksdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi (sem nú syngur opinberlega í fyrsta sinn eftir langt hlé) og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú).

Við píanóið verður Anna Guðný Guðmundsdóttir. Að dagskránni lokinni verður gestum boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Aðgangur er öllum opinn  og ókeypis. Sjá nánar á vef Seltjarnarneskirkju:

http://www.seltjarnarneskirkja.is/index.php/listir/listvinafelag-lvs

url: http://gunnlaugur.annall.is/2009-12-26/lif-og-log-selmu-kaldalons-afmaelisdagskra-i-seltjarnarneskirkju-a-morgun-27-des-kl-15/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli