gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Forsetinn hetja og Eva Joly (Holy) heilög í bloggheimum · Heim · Góð kynning á gyðingdómi úr forgarði heiðingjanna »

Enn sigrar Ísland á leiðinni á EM

Gunnlaugur A. Jónsson @ 14.47 16/1/10

Íslenska handboltalandsliðið hefur átt mikilli velgengni að fagna í æfingaleikjum sínum að undanförnu. Fyrst tveir sigrar á gríðarlegu sterku liði Þjóðverja á útivelli, síðan öruggur sigur á Portúgal hér heima og núna rétt áðan sigur á Spánverjum, einu besta liði heimsins,  á æfingamóti í París 30-27.

Það er engin spurning um að íslenska liðið er gríðarlega sterkt og er að langmestu leyti skipað sömu leikmönnum og unnu silfurverðlaunin á Olympíuleikunum í Beijing 2008. Það er hvergi veikan hlekk að finna í liðinum og mikil reynsla býr í því. Það má þó aldrei draga of miklar ályktanir af æfingjaleikjum og jafnvel kynni einhver að óttast að liðið væri að “toppa” of snemma, svo notað sé kunnuglegt orðalag úr íþróttaheiminum. En það vissulega skiptir máli að hafa vanist því að sigra, að kunna að knýja fram sigur í jöfnum leikjum.

Þannig að það er ástæða til bjartsýni með árangur liðsins á EM sem byrjar á þriðjudag. Ísland er það er riðli með Serbum, Austurríkismönnum og erkifjendunum og frændum okkar Dönum, núverandi Evrópumeisturum.

Tvö efstu liðin komast áfram úr riðlinum, en mótið er gríðarlega sterkt og t.d. mun sterkara en heimsmeistaramótið enda handhnattleikurinn löng verið evrópsks íþrótt.

url: http://gunnlaugur.annall.is/2010-01-16/enn-sigrar-island-a-leidinni-a-em/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli