gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar

« Ester í stað Esju · Heim ·

Stig gegn Króatíu færir okkar menn skrefi nær undanúrslitum

Gunnlaugur A. Jónsson @ 20.30 25/1/10

Áfram heldur íslenska handboltalandsliðið að skapa í senn ánægju meðal landsmanna og ekki síður spennu með góðum leik sínum á EM í Austurríki, já, oft á tíðum hreint frábærum leik. Þjálfari Króatíu óskaði Íslendingum til hamingju með góðan leik en hamingjuóskir til okkar Íslendinga yfirleitt hafa ekki verið fyrirferðarmiklar síðustu mánuðina! Þó að Ísland hafi leitt nær allan leikinn gegn hinu sterka liði Króatíu í dag , mest með 4 mörkum, voru okkar menn sæmilega sáttir með jafntefli í lokin. Sama átti við mig í sófanum!

Króatar voru nefnilegar komnir yfir á lokamínútunum. og þetta var fyrsta stigið sem þeir töpuðu í mótinu. Eitt stig er mikilvægt fyrir Ísland, en en eftir leiki dagsins er ljóst orðið að það verða færndur okkar Danir og Norðmenn sem keppa við okkar um 2. sætið í milliriðlinum, ef gengið er út frá því að Króatía vinni riðilinn.

Íslendingar sýndu aftur frábæran leik, varnarleikurinn var mjög sterkur og nú lék fyrirliðinn Ólafur Stefánsson (36 ára) eins og hann gerir best og var markhæstur með 8 mörk. Flottur leikur hjá honum. Björgvin Páll var engu að síður valinn besti maður liðsins og hann varði m.a. þrumuskot á lokasekúndunum og tryggði Íslandi þar með annað stigið.

En vörin var líka gríðarlega öflug, eins og í leiknum gegn Dönum. Sannarlega barist þar – nánast upp á líf og dauða.

Gaman er að lesa um Ísland í erlendum blöðum þessa dagana, því að íslenska handboltalandsliðið leikur þannig að borin er virðing fyrir því og það á enn möguleika á verðlaunum á mótinu þó að vissulega sé langt í land. Leikur við Rússa á morgun og við Norðmenn á fimmtudag.

Politiken hefur og birt viðtal við Arnór Atlason, einn besta leikmann Íslands í keppninni, og þar kemur fram að landsliðið er virkilega að leggja sig fram fyrir íslenska þjóð á erfiðleikatímum heima fyrir. Sjá: http://politiken.dk/sport/haandbold/article886523.ece

Talað um að verkfall hafi verið á sumum vinnustöðum og í leiknum gegn Dönum mældist metáhorf í sjónvarpi. 82 prósent landsmanna horfðu á þann leik og höfðu sannarlega ástæðu til að gleðjast.

Hér má lesa frásögn danska blaðsins Politikens af jafnteflisleik Íslands í dag: http://politiken.dk/sport/haandbold/article887510.ece

url: http://gunnlaugur.annall.is/2010-01-25/stig-gegn-kroatiu-skref-i-att-ad-undanurslitum/


© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli