gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Nú lágu Danir í því -Frækinn sigur á EM í handbolta

23.44 23/1/10 - 0 ath.

Sigur íslenska handboltalandsliðsins í kvöld á Evrópumeisturum Dana var ótrúlega glæsilegur. Og að þessu sinni var seinni hálfleikurinn enn betri en sá fyrri. Lokatölurnar 27-22 þýða að Íslendingar fara með sigur af hólmi úr sínum riðli. Ég er á því að það hafa skipt mjög miklu máli að fá nýjan og óþreytann mann inn í liðið. Aron Pálmarsson, aðeins 19 ára, sýndi mjög góðan leik, var leynivopn liðsins,  skoraði 5 góð mörk og tók yfir hlutverk leikstjórnandans og skilaði því með mikilli prýði. Áfram…

“Íslendingar neita að mæta í eigin jarðarför”

10.35 23/1/10 + 1 ath.

Einar Már rithöfundur skrifar hressilega grein í Sunnudagsmoggann (24. 1 2010) sem barst hér inn um lúguna árla morguns. Yfirskrift þessarar færslu minnar er sótt í hina læsilegu grein Einars Más og hann sækir tilvitnunina aftur í afrískt dagblað sem var að fjalla um ástandið á Íslandi. Fyrir fjölmiðlafíkil eins og mig myndi mikið vanta hefði ég ekki Morgunblaðið og Sunnudagsmoggann. Fréttablaðið gaf mér lítið í morgun. Það er hins vegar margt áhugavert og læsilegt  í Sunnudagsmogganum og merkti ég við nokkrar setningar sem vöktu athygli mína. Áfram…

Forsetinn hetja og Eva Joly (Holy) heilög í bloggheimum

01.59 8/1/10 - 0 ath.

Beygð og brotin þjóð þarf á því að halda að einhver telji kjark í hana. “Það er enginn að telja kjark í þjóðina,”  sagði Davíð Oddsson á sínum tíma og með talsverðum rétti. Niðurlægð íslensk þjóð hefur beðið eftir leiðtoga. Segja má að hann hafi birst úr  óvæntri átt. Ólafur Ragnar forseti hefur í afar þröngri stöðu, úthrópaður sem “klappstýra útrásarinnar”, náð vopnum sínum svo um munar og Eva Joly er hyllt sem hetja og ekki bara sem hetja heldur sem heilög kona. Áfram…

Frestun forseta hefur gildi ein og sér

12.22 3/1/10 - 0 ath.

Það að forseti skuli ekki hafa umsvifalaust skrifað undir lögin um Icesave-samningana,; nauðasamningana sem margir kalla svo, hefur gildi í sjálfu sér. Það hefur þegar sýnt sig að mikið er fjallað um málið í fjölmiðlum erlendis og þar vottar a.m.k. fyrir því að leitast sé við að skilja hvernig á óánægju íslensks almennings með samningana standi. Áfram…

Sköpun eða aðskilnaður? Fjölmiðlar ræða sköpunarsöguna

12.07 13/10/09 - 0 ath.

Staðhæfing prófessors Ellen van Wolde í gær um að fyrsta vers Biblíunnar eigi að þýða á annan hátt hefur vakið meiri athygli en efni standa til. Hin hefðbunda þýðing á upphafsversinu „í upphafi skapaði Guð himin og jörð“ hefur löngum verið umdeild og margir virtir guðfræðingar hafa hafnað því að um sé að ræða sköpun úr engu, og telja að í þess stað sé verið að lýsa óreiðu sem var í upphafi þegar Guð hóf sköpunarstarf sitt. Áfram…

Snjóaði undir stefnuræðu – Sigmundur Davíð bestur

00.04 6/10/09 + 2 ath.

Var það táknrænt að það skyldi snjóa fyrir utan Alþingishúsinu í kvöld er Jóhanna forsætisráðherra flutti þar stefnuræðu sína í kvöld? Mér fannst það. Og ekki var mikill fagnaðarboðskapur í ræðunni og þess tæpast að vænta. Hundrað milljarðar króna bara í vexti á ári! Áfram…

Að sjá hlutina fyrir eftir á – skemmtilegt viðtal við sextugan rithöfund

09.52 22/8/09 - 0 ath.

Þórarinn Eldjárn rithöfundur var að hlaupa hér framhjá glugganum rétt áðan eftir Norðurströndinni á Seltjarnarnesi. Hann er meðal þúsunda sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþonhlaupinu í dag. Ég veitti Þórarni einkum  athygli vegna þess að ég hafði fyrr í morgun verið að lesa áhugavert og læsilegt viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við hann í Morgunblaðinu. Áfram…

Enn verri fréttir í vændum?

09.36 9/8/09 - 0 ath.

Norskur starfsbróðir minn, sem ég hitti á ráðstefnu fyrir einum mánuði, spurði mig hvort það versta væri ekki gengið yfir á Íslandi. Ég svaraði því til að því miður væri fátt sem benti til þess, þvert á móti virtist sem ástandið ætti eftir að versna umtalsvert áður en það færi að batna á ný.  Áfram…

Eva Joly nánast þjóðhetja á Íslandi eftir blaðagrein í fjórum löndum

14.20 1/8/09 - 0 ath.

Ef marka má sterk viðbrögð við grein sem Eva Joly birti í Morgunblaðinu í morgun og á sama tíma í Aftenposten í Noregi, Le Monde í Frakklandi og Daily Telegraph í Bretlandi er hún nánast orðin þjóðhetja á Íslandi. Áfram…

Af köttum og niðjum

09.50 15/7/09 - 0 ath.

Mínar fréttir eru ekki á sviði efnahagsmála þjóðarinnar. Fjarri sé mér að gera lítið úr þeim málaflokki en ég læt mér þó að mestu nægja að fylgjast með deilum og átökum um þau efni úr fjarlægð, en hugsa þeim mun meira um barnabörnin og þeirra hagi og svo kettina þeirra. Stóru fréttirnar eru á því sviði. Þar er sitthvað að gerast. Áfram…

Pólitíkusarnir og “óorðnu hlutirnir”!

09.57 27/4/09 - 0 ath.

Athyglisvert var að heyra Steingrím Sigfússon, formann VG, segja kvöldið fyrir kosningar, í kappræðum formanna flokkanna, að hann gæti ekki talað um “óorðna hluti.” Hann sagði raunar býsna mikið með þessari yfirlýsingu og afstaða hans var dálítið einkennandi fyrir pólitíkina almennt og ekki síst kosningabaráttuna að þessu sinni. Menn tala um fortíðina, í þessu tilfelli fór nánast öll umræðan í tíu daga í að ræða styrkjamál einstakra frambjóðenda fyrir síðustu kosningar. Full ástæða var til að ræða þau mál en svo brýn úrlausnarefni bíða þjóðarinnar að það var ekki gott hve litla umræðu þau úrlausnarefni fengu. Áfram…

Obama bauð til páskamáltíðar Gyðinga í Hvíta húsinu

11.58 10/4/09 - 0 ath.

Ég las í Jerusalem Post í morgun að Barak Obama, Bandaríkjaforseti, hefði boðið til páskamáltíðar (”seder”) Gyðinga í Hvíta húsinu í gærkvöldi og mun það vera í fyrsta sinn í sögunni sem forseti Bandaríkjanna er gestgjafi við slíka máltíð. Sem áhugamanni um góð samskipti Gyðinga og kristinna manna finnst mér þetta í senn fréttnæmt og gleðilegt. Áfram…

Háskólanemar illa að sér í Biblíunni

09.15 22/2/09 - 0 ath.

Það var forvitnilegt að lesa í Mogganum í dag (s. 12-13) frétt um að háskólanemar í Englandi væru illa að sér í Biblíunni, svo illa að þeir skilji ekki býsna augljósar tilvísanir í Biblíuna í ýmsum heimsþekktum bókmenntaverkum, svo sem Paradísarmissi. Áfram…

Kreppuklám v biblíulegt orðfæri

00.50 17/2/09 - 0 ath.

Þvílík sem umskiptin hafa verið í efnahagslífi þjóðarinnar á undanförnum mánuðum er ekki að undra að ýmis nýyrði verði til. En Biblían hefur þó reynst notadrjúg einnig. Þannig hefur verið um fátt meira talað en dansinn í kringum gullkálfinn (2Mós 32) þegar lýst hefur verið því sem áður var af mörgum einfaldlega kallað “góðæri” en reyndist tálsýn og leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Áfram…

Ný ríkisstjórn og biblíulegar vísanir

08.07 3/2/09 - 0 ath.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrst kvenna til að gegna forsætisráðherraembætti á Íslandi, talar um að Ísland eigi nú í tímabundnum erfiðleikum og sé í “dimmum dal”. Þar vísar hún í 23. Davíðssálm, hvort sem hún hefur gert sér grein fyrir því eða ekki, svo samgróinn er sálmurinn orðinn íslenskri menningu og tungutaki. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli