gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Ofbeldið gegn lögreglunni

00.25 23/1/09 - 0 ath.

Það var áhrifamikið að hlýða á viðtal við eiginkonu lögreglumanns í Kastljósi í kvöld. Vonandi hefur það veitt landsmönnum betri innsýn í hið erfiða hlutverk sem lögreglumenn höfuðborgarinnar hafa búið við að undanförnu. Síðastliðna nótt var gengið þannig fram gegn lögreglumönnum að litlu munaði að einhver þeirra léti lífið eða hlyti örkuml fyrir lífstíð þegar gagnstéttarhellum var kastað í þá. Áfram…

Góð byrjun nýja formannsins úr Reykhólasveitinni

21.50 19/1/09 + 1 ath.

Hinn nýi formaður Framsóknar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stóð sig með glæsibrag í Kastljósi í kvöld. Í mínum huga er ekki nokkur spurning um að Framsóknarflokkurinn er nú kominn í sókn með kjöri Sigmundar Davíðs í formannssætið eftir að hafa verið í nauðvörn undanfarin ár. Áfram…

Frumlegustu mótmælin: Gullkálfinum hafnað

08.11 19/1/09 - 0 ath.

Mótmælin gegn efnahagsástandið hafa tekist misjafnlega vel, eins og gengur. Frumlegustu mótmælin til þessa eru tvímælalaust þau sem áttu sér stað í Mývatnssveit s.l. laugardag (17.1) þar sem nokkrir tugir manna voru saman komnir. Viðstaddir höfðu komið fyrir líkani af gullkálfi á fundarstaðnum og að ávörpum loknum var gúmmískóm og öðru skótaui hent í gullkálfinn og hann þannig hrakinn á brott með táknrænum hætti. Áfram…

Bölmóður fjölmiðlanna

12.51 18/1/09 - 0 ath.

Ég heyri að mörgum er eins farið mér nú um stundir að áhugi þeirra á fjölmiðlum fer stöðugt minnkandi. Hver er ástæðan? Jú, rétt tilgetið: Sá mikli bölmóður sem mætir okkur þar öllum stundum. Áfram…

Atgeirinn, afsögn Guðna og sköpun heimsins

11.54 18/11/08 + 1 ath.

Guðni Ágústsson þykir ekki hafa nægilega skýrt hvers vegna hann sagði óvænt af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum í gær. Í tilfelli flokksbróður hans og samherja Bjarna Harðarsonar á dögunum var það öllum ljóst og uppskar Bjarni yfirleitt hrós fyrir afsögnina þó aðgerð sú er afsögninni olli gæfi ekki tilefni til hróss. Í tilfelli Guðna fer minna fyrir hrósinu og skýringin þykir ekki fullnægjandi. Guðni er sagður farinn til Kanarí og mun ekki tala við fjölmiðla í bráð þó að mjög hafi verið eftir því leitað. Áfram…

“Þau eru að eyðileggja vinnuna hans pabba!”

08.36 16/11/08 - 0 ath.

Sex ára afastelpa var hér í næturgistingu og horfðum við saman á sjónvarpsfréttirnar í gærkvöldi eftir að sú litla hafði – sem oftar – lagt afa sinn í skák. Hún sat í fangi afa síns og virtist í meðallagi áhugasöm um fréttirnar þar til að hún sá myndir af fólki sem var að kasta eggjum og ýmsu öðru í Alþingishúsið. Þá var athygli hennar vakin. Áfram…

Valkostir Íslands: Gjaldþrot I eða Gjaldþrot II ?

13.56 13/11/08 + 1 ath.

Það virðist blasa við eftir fréttir morgunsins að Íslendingar standi frammi fyrir tveimur kostum í fjármálakreppunni: (1) Að ganga til samninga við Breta og Hollendinga um afarkosti þeirra sem líkt hefur verið við Versalasamningana 1919 og myndu skuldsetja einhverjar kynslóðir Íslendinga. (2) Að búa við fullkomna einangrun í samfélagi þjóðanna með tilheyrandi gjaldþroti. Þetta sýnist liggja nokkuð ljóst fyrir eftir að Evrópusambandslöndin hafa sammælst um að Íslendingar fái engin lán fyrr en þeir hafi gengið til samninga við Breta og Hollendinga. Áfram…

Hvernig hið illa sigrar – 70 ár frá Kristalnóttunni

23.27 9/11/08 + 2 ath.

Í dag eða í nótt öllu heldur (9.-10. nóv.) eru 70 ár liðin frá kristalnóttunni svokölluðu, þegar ofsóknir nasista á Þýskalandi tóku á sig nýja og áþreifanlega mynd og eftir það mátti öllum ljóst vera hvað nasistar ætluðu sér með gyðinga. Ráðist var á þúsundir verslana í eigu gyðinga svo og samkunduhús (sýnagógur) þeirra. Meira en 90 gyðingar létu lífi í árásunum og yfir 30 þúsund voru fluttir í þrælkunarbúðir.  Áfram…

Fyrirsagnir blaðanna: “Fjárkúgun” – “Reynt að kúga Ísland…”

10.03 6/11/08 - 0 ath.

Mogginn og Fréttablaðið eru býsna samstíga í forsíðufyrirsögnum sínum í morgun. “Nánast eins og fjárkúgun” segir Mogginn og Fréttablaðið segir “Reynt að kúga Ísland til sátta við Bretland.” Ekki skrýtið þó að sálfræðingar vari viðkvæmt fólk við að fylgjast með fréttunum. Jákvæðar fréttir fyrirfinnast varla, einna helst í íþróttunum af og til. Áfram…

Þjóðarstoltið lifir í íþróttunum – Besti árangur íslensks fótboltaliðs

21.00 30/10/08 + 1 ath.

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi á næsta ári með 3-0 sigri á Írum á Laugardalsvelli. Þetta er besti árangur sem íslenskst knattpspyrnulandslið hefur náð, þ.e. í fyrsta sinn sem íslenskt knattspyrnulið á sæti í úrslitakeppni. Áfram…

Einstakt vinarbragð Færeyinga

09.21 29/10/08 - 0 ath.

Tilkynning Færeyinga um lán til Íslendinga upp á 300 millj. d. kr. lýsir einstökum vinarhug Færeyinga og rausnarskap í okkar garð. Færeyingar hafa áður sýnt það og sannað að þeir eru okkar nánasta vinarþjóð. Áfram…

Brown og Darling gegn Íslandi og Al Kaida

11.22 21/10/08 - 0 ath.

Fram hefur komið að ísland (Landsbankinn) er kominn á lista breskra stjórnvalda yfir þjóðir og hryðjuverkasamök sem sæta fjárhagslegum þvingunum. Kaupþing hefur nú hafið málsókn sína gegn breska ríkinu vegna meintrar ólöglegrar aðfarar gegn bankanum.

Höfum við Íslendingar ekki ástæðu til að kveinka okkur undan því að vera af vinaþjóð í Nato settir í slíkan selskap, með N-Kóreu, Al-Qaida og ótilgreindum hryðjuverkasamtökum? Furðu lítið hefur farið fyrir umræðum um þessa hlið málsins hér, þ.e. að Íslendingar hafi verið órétti beittir erlendis. Hér mætti líka halda því til haga að skv. frétt Rúv í morgun hefur Kaupþing hafið málsókn sína gegn breska ríkinu. Áfram…

“Við sáum þetta fyrir…!”

00.08 21/10/08 - 0 ath.

Ósköp er að verða þreytulegur fjöldasöngurinn í fjölmiðlum: “Við sáum þetta fyrir.” Það er merkilegt að enginn úr þeim mikla fjölda spámanna gæti gert neitt til að koma í veg fyrir hrunið. Áfram…

Að græða

08.29 19/10/08 - 0 ath.

Íslenska þjóðin hefur á undanförnum árið verið upptekin af því að græða peninga sem aldrei fyrr. Var komin í 5. sæti yfir ríkustu þjóðir heims. Fallið er hátt og eftir situr auðmýkt þjóð og niðurlægð. Þjóð í kreppu. Áfram…

Nornaveiðar í sundurþykku ríki

09.36 16/10/08 - 0 ath.

“Þegar upplausn samfélagsins er að verða að veruleika er vítavert að efna til nornaveiða gegn einstaklingum sem mönnum þykir nærtækt að kenna um ástandið.” Ég er sammála þessum orðum og meginefni leiðara DV í dag sem þau eru tekin úr. Ég undrast þó dálítið að sjá þau í DV sem mér finnst oft hafa staðið fyrir slíkum nornaveiðum. Hvað um það, orðin eru mikilvæg núna. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli