gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Forsetinn hetja og Eva Joly (Holy) heilög í bloggheimum

01.59 8/1/10 - 0 ath.

Beygð og brotin þjóð þarf á því að halda að einhver telji kjark í hana. “Það er enginn að telja kjark í þjóðina,”  sagði Davíð Oddsson á sínum tíma og með talsverðum rétti. Niðurlægð íslensk þjóð hefur beðið eftir leiðtoga. Segja má að hann hafi birst úr  óvæntri átt. Ólafur Ragnar forseti hefur í afar þröngri stöðu, úthrópaður sem “klappstýra útrásarinnar”, náð vopnum sínum svo um munar og Eva Joly er hyllt sem hetja og ekki bara sem hetja heldur sem heilög kona. Áfram…

Sl 23 í Gangs of New York

08.28 23/11/09 - 0 ath.

Á laugardagskvöldið horfðum við hjónin á kvikmyndina Gangs of New York (Martin Scorsese, 2002). Fannst mér það viðeigandi eftir að hafa heimsótt dóttur okkar, dótturdætur og tengdason  í borginni helgina áður. En þangað fluttust þau í haust. Áfram…

Sköpun eða aðskilnaður? Fjölmiðlar ræða sköpunarsöguna

12.07 13/10/09 - 0 ath.

Staðhæfing prófessors Ellen van Wolde í gær um að fyrsta vers Biblíunnar eigi að þýða á annan hátt hefur vakið meiri athygli en efni standa til. Hin hefðbunda þýðing á upphafsversinu „í upphafi skapaði Guð himin og jörð“ hefur löngum verið umdeild og margir virtir guðfræðingar hafa hafnað því að um sé að ræða sköpun úr engu, og telja að í þess stað sé verið að lýsa óreiðu sem var í upphafi þegar Guð hóf sköpunarstarf sitt. Áfram…

Jesaja annar og kreppan

12.50 19/9/09 + 2 ath.

Nú á haustmisseri kenni ég námskeið í ritskýringu Gamla testamentisins: Síðari spámenn. Megináherslan hvílir á  köflum 40-55 í Jesajaritinu sem góð samstaða fræðimanna er um að eigin rætur sínar að rekja til spámanns sem starfað hafi meðal útlægra Gyðinga í Babýlon í kringum 540 f.Kr. Þarna er fluttur huggunarboskapur, þjóð í útlegð og kreppu er boðuð von. Áfram…

James Bond sem Móse

17.43 2/8/09 - 0 ath.

Ég horfði á kvikmyndina Defiance (2008) í gærkvöldi, vonum seinna því að þessa mynd hafði ég ætlað mér að sjá er hún var sýnd hér í kvikmyndahúsum, en sýningum, sem voru furðulega fáar, var hætt áður en ég kæmi því í verk. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Myndin, sem ég set í flokk helfararmynda, er óvenjulega hlaðin af biblíulegum stefjum, einkum úr 2. Mósebók (Exodus) og svo er Mósegervingur myndarinnar leikinn af James Bond sjálfum, þ.e. nýjasta James Bond leikaranum Daniel Craig. Áfram…

Traustur vinur í Síraksbók

23.37 12/5/09 - 0 ath.

Góð og gegn Framsóknarkona hringdi í mig í kvöld til að spyrja hvar í Biblíunni væri fjallað um “trausta vininn”. Ég sagði að til að finna hann yrði hún að eiga nýju Biblíuna. Um trausta vininn er nefnilega fjallað í einni af hinum apókrýfu bókum Gamla testamentisins, sem komu að nýju inn í íslensku Biblíuna með útgáfunni 2007. Ég er að tala um Síraksbók 6. kafla. Áfram…

Obama bauð til páskamáltíðar Gyðinga í Hvíta húsinu

11.58 10/4/09 - 0 ath.

Ég las í Jerusalem Post í morgun að Barak Obama, Bandaríkjaforseti, hefði boðið til páskamáltíðar (”seder”) Gyðinga í Hvíta húsinu í gærkvöldi og mun það vera í fyrsta sinn í sögunni sem forseti Bandaríkjanna er gestgjafi við slíka máltíð. Sem áhugamanni um góð samskipti Gyðinga og kristinna manna finnst mér þetta í senn fréttnæmt og gleðilegt. Áfram…

“Ó, að ég hefði vængi eins og dúfan…” Á brott úr borginni

11.09 5/4/09 - 0 ath.

Einn þeirra sálma sem hafa verið á dagskrá hjá mér í námskeiði mínu um Davíðssálma nú í vor er 55. sálmurinn; afar athyglisverður harmsálmur sem ég hef raunar skrifað eitthvað um og meira að segja fjallað um í erindi á erlendum vettvangi. Orðin “Ó, að ég hefði vængi eins og dúfan…” eru vafalaust þekktustu orð þessa sálms. Áfram…

Háskólanemar illa að sér í Biblíunni

09.15 22/2/09 - 0 ath.

Það var forvitnilegt að lesa í Mogganum í dag (s. 12-13) frétt um að háskólanemar í Englandi væru illa að sér í Biblíunni, svo illa að þeir skilji ekki býsna augljósar tilvísanir í Biblíuna í ýmsum heimsþekktum bókmenntaverkum, svo sem Paradísarmissi. Áfram…

Dætur vonarinnar

14.47 19/2/09 - 0 ath.

Ágústínus kirkjufaðir komst vel að orði er hann sagði að vonin ætti sér tvær fallegar dætur, reiði og hugrekki. Áfram…

Kreppuklám v biblíulegt orðfæri

00.50 17/2/09 - 0 ath.

Þvílík sem umskiptin hafa verið í efnahagslífi þjóðarinnar á undanförnum mánuðum er ekki að undra að ýmis nýyrði verði til. En Biblían hefur þó reynst notadrjúg einnig. Þannig hefur verið um fátt meira talað en dansinn í kringum gullkálfinn (2Mós 32) þegar lýst hefur verið því sem áður var af mörgum einfaldlega kallað “góðæri” en reyndist tálsýn og leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Áfram…

Ný ríkisstjórn og biblíulegar vísanir

08.07 3/2/09 - 0 ath.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrst kvenna til að gegna forsætisráðherraembætti á Íslandi, talar um að Ísland eigi nú í tímabundnum erfiðleikum og sé í “dimmum dal”. Þar vísar hún í 23. Davíðssálm, hvort sem hún hefur gert sér grein fyrir því eða ekki, svo samgróinn er sálmurinn orðinn íslenskri menningu og tungutaki. Áfram…

Frumlegustu mótmælin: Gullkálfinum hafnað

08.11 19/1/09 - 0 ath.

Mótmælin gegn efnahagsástandið hafa tekist misjafnlega vel, eins og gengur. Frumlegustu mótmælin til þessa eru tvímælalaust þau sem áttu sér stað í Mývatnssveit s.l. laugardag (17.1) þar sem nokkrir tugir manna voru saman komnir. Viðstaddir höfðu komið fyrir líkani af gullkálfi á fundarstaðnum og að ávörpum loknum var gúmmískóm og öðru skótaui hent í gullkálfinn og hann þannig hrakinn á brott með táknrænum hætti. Áfram…

Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós …

11.10 21/11/08 + 1 ath.

Jesajaritið, sem er stærst spámannarita Gamla testamentisins, hefur stundum verið kallað 5. guðspjallið. Áhrif þess eru enda mjög mikil í kristninni og þar er m.a. að finna nokkra af fallegustu jólatextum okkar. Á kvöldgöngu minni um Seltjarnarnesið seint í gærkvöldi kom í mér í hug hinn fallegi texti í upphafi 9. kafla Jesaja: “Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós. Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós.” Áfram…

Atgeirinn, afsögn Guðna og sköpun heimsins

11.54 18/11/08 + 1 ath.

Guðni Ágústsson þykir ekki hafa nægilega skýrt hvers vegna hann sagði óvænt af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum í gær. Í tilfelli flokksbróður hans og samherja Bjarna Harðarsonar á dögunum var það öllum ljóst og uppskar Bjarni yfirleitt hrós fyrir afsögnina þó aðgerð sú er afsögninni olli gæfi ekki tilefni til hróss. Í tilfelli Guðna fer minna fyrir hrósinu og skýringin þykir ekki fullnægjandi. Guðni er sagður farinn til Kanarí og mun ekki tala við fjölmiðla í bráð þó að mjög hafi verið eftir því leitað. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli