gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Að græða

08.29 19/10/08 - 0 ath.

Íslenska þjóðin hefur á undanförnum árið verið upptekin af því að græða peninga sem aldrei fyrr. Var komin í 5. sæti yfir ríkustu þjóðir heims. Fallið er hátt og eftir situr auðmýkt þjóð og niðurlægð. Þjóð í kreppu. Áfram…

Jesaja 40-55, góð lesning í kreppunni

11.06 15/10/08 - 0 ath.

Ég hef verið spurður hvaða riti Biblíunnar ég mæli með til lestrar nú í kreppunni. Svarið var og er hiklaust: Jesaja, k. 40-55. Ekki er vitað hver skrifaði þessa fallegu kafla en höfundur þeirra hefur oft verið nefndur huggunarspámaður Gamla testamentisins og innihaldið “fagnaðarerindi Gamla testamentisins. Áfram…

Logi skapar úr engu – enn af trúarlegu orðalagi í handbolta

17.10 22/8/08 - 0 ath.

Logi Geirsson átti stórleik með íslenska landsiðinu í dag eins og öll íslenska þjóðin veit væntanlega. Ég hef verið að elta uppi trúarlegt orðalag í tengslum við lýsingu frá Olympíuleikunum og Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska liðsins var á trúarlegum nótum þegar hann fjallaði um Loga að loknum glæstum sigri íslenska landsliðsins í undanúrslitum gegn Spáverjum (36-30) í dag þar sem Logi fór á kostum og skoraði sjö glæsileg mörk. Áfram…

“Guð blessi móðurina sem ól þig.” Ísland keppir um gull á ÓL

15.08 22/8/08 + 2 ath.

Trúarlega orðalagið heldur áfram í tengslum við sigurgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Olympíuleikunum í Peking. Yfirburðasigur áðan á Spánverjum í undanúrslitum, 36-30. Ekki gallalaus leikur eins og á móti Pólverjum, fjöldi dauðafæra fór forgörðum eftir flott hraðaupphlaup en svo öruggur sigur samt. Ég fullyrði að íslenska liðið hefur leikið best allra liða í keppninni og það er hreint ekki tilviljun að þeir hafi tryggt sér keppni um gullið. En vissulega eru Frakkarnir gríðarlega sterkir og  þeir unnu Króata sanngjarnt í morgun. En Ísland á svo sannarlega möguleika gegn þeim á sunnudagsmorgun og nú verður þjóðhátíð á Íslandi! Áfram…

Móse og handboltinn á ÓL

00.49 14/8/08 + 5 ath.

“Þýska vörnin opnaðist eins og Rauða hafið fyrir Móse.” Þannig komst íþróttafréttamaður sjónvarps að orði í lýsingu á glæsilegum sigurleik Íslendinga á heimsmeisturum Þjóðverja á Ólympíuleikunum í handbolta í gær (miðvikudag). Vísunin er í atburðina  sem greint er frá í 2. Mósebók k. 13-15 og flestir kannast við, jafnvel þó þeir séu ekki handgengnir Biblíunni. Áfram…

Ekkjan, munaðarleysinginn og útlendingurinn sem býr meðal ykkar

13.52 9/7/08 - 0 ath.

Í Gamla testamentinu eru gjarnan nefndir í sömu andrá þrír aðilar sem standi sérstaklega höllum fæti og hvatt til þess að fólk láti sér umhugað um þá. Þetta eru ekkjan, munaðarleysinginn og útlendingurinn sem meðal yðar býr. Áfram…

“… nema hjá stöku trúfífli”

11.11 23/6/08 - 0 ath.

Í grein Guðmundar Arna Thorssonar í Fréttablaðinu í dag (23.6, s. 16) er að finna eftirfarandi staðhæfingu: “Við erum svo lánsöm hér að gamla testamentið er ekki lagt til grundvallar nokkrum hlut nema hjá stöku trúfífli.” Áfram…

Mikilvægi “dellunnar” og Sálmur 23

05.00 28/4/08 + 2 ath.

Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Hagaskóla og einn af stofnendum Rótarýklúbbs Seltjarnarness, flutti snjalla hugvekju við guðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju í gær. Rótarýfélagar lásu ritningargreinar, tóku þátt í guðsþjónustunni og buðu kirkjugestum upp á kaffiveitinga að messu lokinni.

Áfram…

Fjölgar um eina nafngreinda konu í Gamla testamentinu: Lilít

16.44 21/3/08 + 3 ath.

Í  nýju þýðingu Gamla testamentisins, sem út kom á haustmánuðum, hefur fjölgað um eina kvenpersónu. Ekki virðist það hafa vakið sérstaka athygli, a.m.k. ekki neitt opinbert umtal. Ég leyfi mér að vekja athygli á þessu hér vegna þess að kona sú sem hér um ræðir á sér ótrúlega mikla áhrifasögu, einkum innan Gyðingdóms. Áfram…

Jónas Hallgrímsson og Saltarinn

21.22 18/11/07 - 0 ath.

Jónas Hallgrímsson var ekki trúarskáld eins  Hallgrímur Pétursson, Matthías Jochumsson og Valdimar Briem. En hann var sannarlega trúað skáld. Áfram…

Biblía, bíó og Bakþankar

00.10 14/11/07 - 0 ath.

Í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag (13.11)  grípur Karen D. Kjartansdóttir til Orðskviða Gamla testamentisins þegar hún gerir drykkjuvenjur landans að umtalsefni um leið og hún varar við auknu frelsi í sölu á áfengum drykkjum. Áfram…

Júdít

10.10 13/11/07 - 0 ath.

Þessi kvinna ebresk ein / hefur Assúrs veldi / kunnað að valda mesta mein / og magn hans felldi.

Áfram…

Sl 42 og saga af altaristöflu í Áskirkju

17.23 12/11/07 - 0 ath.

Í leit á netinu áðan rakst ég á skemmtilega sögu af Sl 42 og altaristöflu í Áskirkju. Þar sem notkun Gamla testamentisins í kristni- og menningarsögu (áhrifasaga G.t.) er sérstakt áhugamál mitt leyfi ég mér að halda þessari sögu til haga hér á vefsíðu minni. Áfram…

Áhugaverð orð úr biblíuþýðingu fyrir fæðingu Krists

22.14 9/11/07 - 0 ath.

Mikill fengur er að Síraksbók í hinni nýju Biblíu en hin læsilega þýðing Síraksbókar er að langmestu leyti verk sr. Árna Bergs heitins Sigurbjörnssonar. Áfram…

Frábærir Klezmertónleikar Fílharmóníu og Ragnheiðar Gröndal

14.30 7/10/07 - 0 ath.

Sannarlega sá ég ekki eftir að hafa drifið mig á Klezmer-tónleikana í Seltjarnarneskirkju í gær sem söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Margnúsar Ragnarssonar, söngkonan góðkunna Ragnheiður Gröndal og þjóðlagasveit Hauks Gröndal stóðu fyrir. Hreint magnaðir tónleikar og hin gyðinglega Klezmertónlist hljómaði einstaklega vel í sóknarkirkjunni minni. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli