gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Góð kynning á gyðingdómi úr forgarði heiðingjanna

16.09 19/1/10 - 0 ath.

Undanfarið hef ég verið að lesa afar áhugaverða bók. Það eru örugglega bæði ár og dagur síðan bók á sviði trúarbragðafræða hefur kveikt jafnrækilega í mér og þessi. Um er að ræða bókina Common Prayers eftir hinn kunna guðfræðiprófessor Harvey Cox (f. 1929), sem öðlast heimsfrægð þegar árið 1965 með bók sinni Secular City. Áfram…

Kiljan -Með dauflegra móti en góð samt

23.33 7/10/09 - 0 ath.

Það er til marks um hve góður bókmenntaþátturinn Kiljan er að mér fannst hann með dauflegra móti í kvöld en býsna góður samt. Ég læt þennan þátt Egils Helgasonar helst aldrei framhjá mér fara, en Silfur Egils er ég alveg hættur að horfa á. Tók ekki neina ákvörðun um það, heldur gerðist það bara. Hin póltíska umræða er ekki til þess fallin að létta manni lund. Áfram…

Aðskilnaður ríkis og kirkju voru mistök, segir Persson

11.29 28/2/09 - 0 ath.

Ég er staddur í Stokkhólmi þessa dagana og er vissulega gott að dvelja í sænsku andrúmslofti í nokkra daga. Hér er í landi bjó ég jú í sjö ár á sínum tíma og Guðrún, koma mín, ellefu árum betur því að hún ólst hér upp. Það þarf því ekki að koma á óvart að við njótum þess jafnan að komast til Svíþjóðar. Útsölur eru hér margar og viss kreppueinkenni þó ekkert sé það í líkingu við heima. Keypti í fyrradag sjálfsævisögu Göran Perssons forsætisráðherra og hef verið að glugga í hana milli annarra verkefna. Áfram…

Húsmæður, hórur og hetjur

14.53 10/6/08 - 0 ath.

Meðal bókanna á náttborði mínu nú í byrjun sumars hefur verið bók sem fjallar um konur í Gamla testamentinu. Vissulega áhugavert efni og titillinn vekur athygli. Áfram…

Áhugavert Kirkjurit helgað Sigurbirni biskupi

15.10 15/8/07 + 1 ath.

Meðal þess sem beið mín í blaðabunka eftir hálfsmánaðarlanga dvöl mína erlendis var nýtt eintak af Kirkjuritinu. Það er rit er mér jafnan kært en þetta eintak er um margt óvenjulegt og áhugavert þar sem það er tileinkað dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi, sem án nokkurs vafa er sá guðfræðingur íslenskur sem mest áhrif hefur haft á síðai hluta 20. aldar og allt fram á þennan dag. Áfram…

Jórsalaför 1939: Gyðingar – Arabar

23.00 28/7/07 + 11 ath.

Bók guðfræðiprófessoranna Ásmundar Guðmundssonar (1888-1969) og Magnúsar Jónssonar (1887-1958) Jórsalaför. Ferðaminngar frá Landinu helga hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Læsileg bók og einkar fróðleg. Áfram…

Átti Guð eiginkonu? – Sjónarmið fornleifafræðings

10.59 20/7/07 + 4 ath.

Einhver kunnasti og áhrifamesti fornleifafræðingur á sviði fornleifa Miðausturlanda er Bandaríkjamaðurinn William G. Dever. Hann hefur skrifað bók með titli sem er líklegur til að selja bókina vel: Did God Have a Wife? Archaeology and Folk Religion in Ancient Near East (Grand Rapids 2005). Áfram…

A Long way gone – mögnuð bók

09.15 27/6/07 - 0 ath.

Ég var að sjá það í morgun að bókin A long way gone. Memoirs of a boy Soldier væri væntanleg út á íslensku í haust. Áfram…

Rómarborg vísindanna umsetin barbörum!

15.38 23/6/07 - 0 ath.

“Sú nýja Rómarborg sem vísind byggðu er umsetin barbörum.” Þessa krassandi tilvitnun hefur dr. Grímur Valdimarsson, forstjóri fiskiðnarsviðs Matvæla- og landdbúnaðarstofnunar SÞ, eftir Bretanum Dick Taverne. Áfram…

Árviss bókagjöf Íslandsvinarins Beatrice Bixon

15.02 21/6/07 - 0 ath.

Beatrice Bixon, frá New Haven í Bandaríkjunum, kom til landsins í morgun. Eins og jafnan áður var hún hlaðin bókum í biblíufræðum. Ég sótti hana út á Keflavíkurflugvöll kl. 6:30 í morgun og var hún að venju mjög ánægð að vera komin til landsins en hingað hefur hún komið á hverju ári síðan 1989. Veðráttan hér á landi er henni mjög að skapi. Segist hún koma vegna veðursins en ekki þrátt fyrir það. Áfram…

Hitchcock og “survival of the fattest”

22.11 15/6/07 + 2 ath.

Undanfarna daga hef ég verið að lesa nýja ævisögu snillingsins Alfred Hitchcock (1899-1980) eftir Charlotte Chandler (2005). Bókin er bráðskemmtileg og þar er mörg gullkornin að finna.

Áfram…

“Að elska yðar aukist…” Afmælisrit dr. Björns Björnssonar prófessors

08.48 13/6/07 - 0 ath.

Afmælisrit dr. Björns Björnssonar prófessors emerítus er komið út. Ritið var afhent Birni síðdegis í gær við hátíðlega athöfn í Skólabæ, þar sem saman voru komnir nokkrir af höfundum ritsins, samstarfsfólk Björns við guðfræðideild, nánustu vinir og fjölskylda. Áfram…

Útgáfudagur nýju Biblíunnar 29. ágúst

07.39 15/3/07 - 0 ath.

Á ársfundi Hins íslenska Biblíufélags, sem haldinn var í Hallgrímskirkju, s.l. mánudagskvöld kom fram í máli forseta félagsins, herra Karls Sigurbjörnssonar biskups, að formlegur útgáfudagur hinnar nýju Biblíu verði a höfuðdaginn 29. ágúst næstkomandi. Stjórn félagsins hefur lagt á ráðin um margvíslega kynningu hinnar nýju Biblíu og einstakir stjórnarmenn tekið að sér að halda utan um ákveðna þætti hins mikla kynningarstarfs sem ráðgert er.

“Bókin langþráða” – Tarkovskí-bókin fær góða kynningu

19.35 6/3/07 + 4 ath.

Tarkovskí-bókin sem við nokkrir félagar í Deus ex cinema unnum í samvinnu við hóp af útlendum Tarkovskí-fræðimönnum var að fá góða kynningu á bestu Tarkovskí-vefsíðunni, nostalghia.com Má til með að halda þessu til haga. Sjá: http://www.acs.ucalgary.ca/~tstronds/nostalghia.com/TheNews.html

Átján mílur af bókum

22.31 4/3/07 + 1 ath.

Ég mæli með Strand-fornbókaversluninni í New York. Hún auglýsir sig þannig að þar sé að finna 18 mílur af bókum og eftir heimsókn mína þangað á miðvikudag í s.l. viku rengi ég ekki þá auglýsingu. Það var Bjarni Randver Sigurvinsson, doktorsnemi í guðfræði, sem vakti athygli mína á versluninni. Hún er á Broadway nr. 828 við 12. stræti. Ég gerði raunar ekki langan stans þar, nýkominn úr Hebrew Union College – og eiginkonan með í för – en náði þó m.a. í tvö fyrstu bindin af Theological Dictionary of the Old Testament í ritstjórn þeirra G.J. Botterweck og H. Ringgren sem mig bráðvantaði.

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli