gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Jólabækurnar mínar

14.57 28/12/06

Eins og svo fjölmargir aðrir finnst mér tilheyra að lesa bækur um jólin og hef jafnan fengið einhverjar bækur í jólagjöf. Svo var einnig í ár og var ég að ljúka við fyrstu bókina í morgun, þ.e. hina mjög svo umdeildu bók Jimmy Carters, Palestine. Peace Not Apartheit (2006, 265 bls).

Áfram…

Sigurhæðir Þórunnar Valdimarsdóttur

17.32 12/12/06

Það er sannarlega fengur að nýjustu bók Þórunnar Valdimarsdóttur, bókinni um sálmaskáldið og prestinn Matthías Jochumsson (1835-1920). Guðfræðingar hljóta að gleðjast yfir því að svo hæfileikarík kona sé sífellt meira að færa sig inn á svið guðfræðinnar.

Áfram…

Snorri Hjartarson og dagur bókarinnar

22.57 23/4/06 + 2 ath.

“Flest er hægt að segja í ljóði en margt er ekki hægt að segja öðruvísi en í ljóði. Margt er þess eðlis að ljóðið eitt getur tjáð það.” Þannig hefur Snorri Hjartarson skáld komist að orði. Í gær var þess minnst með opnum sýningarinnar Það gisti óður í Þjóðmenningarhúsinu að þá voru liðin hundrað ár frá fæðingu Snorra. Flutt var vönduð dagskrá af því tilefni og bar þar hæst áheyrilegt og gott erindi Hjartar Pálssonar. Áfram…

Góð kaup á bókamarkaði – Sjö bækur á 4529 kr.

21.41 25/2/06

Það er hægt að gera góð kaup á bókamarkaðinum í Perlunni. Mér sýndist við stutta heimsókn í dag að úrvalið væri meira og betra en oft á liðnum árum. Þrátt fyrri að skammt sé um liðið síðan ég flutti nokkra kassa af bókum út í bílskúr ákvað ég að kíkja á bókamarkaðinn. Vegna tímahraks ákvað ég að láta hálftíma heimsókn duga og jafnframt var ég staðráðinn í að takmarka kaupin við 5000 kr. Áfram…

Glænýtt áhrifasögu-skýringarit við Exodus

12.25 8/1/06 + 3 ath.

Í nokkuð á annan áratug hef ég lagt mig fram um að kynna og berjast fyrir því sem ég kalla “áhrifasögu” sem nálgun og aðferð í biblíufræðum. Framan af fannst mér sem ég væri eins og hrópandinn í eyðimörkinni er ég skrifaði grein eftir grein um þetta efni, einkum hér á landi en einnig í erlend tímarit og flutt fjölda fyrirlestra um efnið. Undirtektirnar voru ekki alltof miklar. Áhugi nemenda við guðfræðideild HÍ hefur þó reynst mikill og nokkrir nemendur mínir hafa þegar skrifað BA- eða kjörsviðsritgerðir á þessu fræðasviði. En nú er Palli ekki lengur einn í heiminum. Á vegum Blackwell útgáfufyrirtækisins hefur um skeið staðið yfir vinna við ritröð skýringarita við einstök biblíurit þar sem aðaláherslan hvílir á áhrifasögu textanna, þ.e. notkun, túlkun og áhrifum þeirra gegnum aldirnar. Og svo gerist það nú einmitt þegar ég er að hefja námskeið um ritskýringu Mósebóka að mér berast þær fréttir að út sé komið skýringarit við Exodus (2. Mósebók) í þessari ritröð. Ritið er eftir Scott Langston og nefnist Exodus Through the Centuries og kom út núna rétt fyrir jólin. Áfram…

Að sofna á hebresku

12.44 27/10/05 + 4 ath.

Upp á síðkastið hef ég lesið hebresku daglega, nokkuð sem gamlatestamentisfræðingar ættu alltaf að gera, alla daga ársins. En það er jafnframt ákveðin nýbreytni í lestri mínum. Ég keypti úti í Cambridge bráðskemmtilega kennslubók í hebresku ‘Learn Biblical Hebrew – 2nd Edition, with Audio CD-Rom -’ eftir John H. Dobson sem er víðfrægur fyrir árangursríkar aðferðir sínar við hebreskukennslu og raunar grískukennslu einnig. Áfram…

Njála og Gamla testamentið í skáldsögunni Karítas án titils

15.52 11/1/05 + 3 ath.

Athyglisverða blöndun Gamla testamentisins og Njálu er að finna í einni af skáldsögunum sem komu út nú fyrir jólin. Þar er um að ræða bókina Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttir. Er skemmst frá því að segja að þessi skáldsaga hreif mig mjög. Hún er einstaklega vel skrifuð, geislar af frásagnar­gleði og heldur athygli lesandans svo sannarlega fanginni frá upphafi til enda. Áfram…

„Ég er Gyðingur!“

13.35 28/9/04 + 1 ath.

Það er mjög margt i Gyðingdómi sem heillar mig og oft hefur mér fundist að Gyðingar eigi sér á síðari árum fáa talsmenn og Ísraelsmenn og jafnvel Gyðingar yfirleitt fái mjög ósanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum og oft sé stutt í Gyðingahatur enn á ný. Þessi afstaða mín hefur orðið til þess að ég hef í gamni eða alvöru verið kallaður Gyðing-kristinn og jafnvel Gyðingatrúar. Svo er að sjálfsögðu ekki og yfirskriftin hér er ekki játning mín heldur titill á mjög athyglisverðri og nýrri bók sem ég keypti í síðastliðinni viku og hef verið að glugga í síðan. Hér á eftir fer stutt kynning mín á þessari áhugaverðu bók.

Áfram…

Hann lét blekkjast eins og milljónir annarra

13.03 15/6/04

„Mér hefur aldrei fundist ég vera meðsekur í glæpum nasista þótt ég hafi hrifist af stefnu þeirra og málflutningi. Ég lét blekkjast eins og milljónir annarra.” Þannig kemst Björn Sv. Björnsson að orði í niðurlagi endurminninga sinna „Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja.” Bókin kom út árið 1989 og var skráð af Nönnu Rögnvaldardóttur. Ég birti ritdóm um hana í DV á sínum tíma. Þar sem ég hef að undanförnu í vaxandi mæli snúið mér að rannsóknum á helförinni (raunar einkum eins og hún birtist í kvikmyndum) þótti mér forvitnilegt að taka fram þennan gamla dóm og birta hann hér á vefsíðu minni. Dómurinn er auðvitað því marki brenndur að hann birtist í dagblaði og er því ekki eins ítarlegur og hefði hann birst í tímariti og vafalaust einnig meiri fljótaskrift á honum en ella hefði verið. Í öllum aðalatriðum birtist þó dómurinn óbreyttan hér. Áfram…

Athyglisvert þriggja binda danskt skýringarit við Saltarann

11.29 12/6/04

Eitt nýjasta skýringaritið við Saltarann, sem ég studdist við í ritskýringarnámskeiði mínu um Saltarann (Davíðssálma) á nýafstöðnu vormisseri og benti nemendum mínum á að nota í ritgerðum sínum, er þriggja binda verk „Dansk kommentar til Davids Salmer I-III” (Forlaget Anis, Köbenhavn 2002) í ritstjórn þeirra dr. Else K. Holt og dr. Kirsten Nielsen prófessors í Árósum. Það er tímanna tákn að það skuli vera tíu höfundar sem skrifa þetta verk. Það er varla á færi nokkurs eins manns að fá yfirsýn yfir öll þau ógrynni sem skrifuð eru á þessu fræðasviði. Sjálfur hef ég um árabil unnið að riti um Saltarann og á stundum fyllst örvætningu yfir því flóði af bókum sem stöðugt kemur út og mér finnst ég nauðsynlega þurfa að lesa og helsta ð eignast og komast síðan oft að því að fátt er þar um fína drætti eða nýstárlega. Þetta danska verk finnst mér vissulega með því athyglisverðasta sem út hefur komið á síðustu árum. Einkum gleður það mig að sjá að áhrifasagan fær talsvert vægi í þessu danska verki þó að sú áhrifasaga sé raunar takmörkuð við áhrif Saltarans í dönsku samhengi. Sjálfur hef ég talað fyrir því í rúman áratug að áhrifasögunni sé sinnt í ritskýringunni en þar hefur henni lengst af algjörlega verið úthýst. Áfram…

Bragðað á rúsínukökum í minningu dr. Þóris Kr. Þórðarsonar prófessors

08.29 8/6/04

Á morgun hefði minn gamla kennari, vinur og velunnari Þórir Kr. Þórðarson (1924-1995) orðið áttræður. Hef ég í hyggju að minnast hans á morgun með nokkrum orðum hér á vefsíðu minni en nota tækifærið í dag og glugga í ritdóm sem ég skrifaði í DV 11. ágúst 1986 (þá við doktorsnám úti í Lundi) um rit hans „Yfirlit um lög og réttarfar í Mið-Austurlöndum og um hebreska löggjöf.” Ritið sem hér um ræðir er raunar fyrirlestur sem dr. Þórir flutti hjá Félagi áhugamanna um réttarsögu. Yfirskrift ritdóms míns, sem hér birtist lítillega styttur, var „Bragðað á rúsínukökum í fornum víngörðum.” Áfram…

Af fjallgöngum og forboðinni ást

07.59 25/5/04 + 2 ath.

Lífsganga Lydíu, konu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, skráð af Helgu Guðrúnu Johnson, kom mér skemmtilega á óvart þegar ég las hana á sínum tíma. Lydía var góð vinkona móður minnar, Selmu Kaldalóns, og sem ungur drengur minnist ég þess að hafa komið í sumarbústaðinn hennar og spilað þar fótbolta við syni hennar, þá Ara Trausta og Egil. Þegar bókin Lífsganga Lydíu kom út fyrir tæpum tólf árum birti ég stutta umsögn um hana. Ég ætla að halda þessari gömlu umsögn til haga hér á vefsíðu minni. Í umsögninni hafði ég þessi lofsamlegu orð í upphafi: „ Það hljóta að vera mikil meðmæli með bók að lesandinn fái sig ekki til að leggja hana frá sér fyrr en hann hefur lokið henni. Þannig fór mér við lestur þessarar bókar.”

Áfram…

Gömul kvennafræði rifjuð upp

04.11 22/5/04

Guðrún P. Helgadóttir skrifaði brauðryðjendaverk á sviði kvennafræði áður en þau fræði urðu þekkt sem slík. Í gær ræddi ég lítillega á þessari vefsíðu minni um ævisögu Helga Ingvarssonar læknis sem dóttir hans, ofannefnd Guðrún Pálína, skráði. Ég var heimagangur hjá Guðrúnu Pálínu fljótlega eftir að ég flutti til Reykjavíkur tólf ára að aldri (í janúar 1965) og hafnaði í bekk með Helga syni hennar. Við Helgi höfum verið góðir vinir síðan. Mér finnst heiðarlegt að nefna það vegna þess að það er vafalaust skýringin á því að ég hef lesið öll rit Guðrúnar Pálinu. Hér á eftir fer stutt umsögn um eitt hið merkasta þeirra, þ.e. Skáldkonur fyrri alda. Ritið er sérlega áhugavert í ljósi þess að það er langt á undan tímanum, eins og rakið verður hér á eftir.

Áfram…

Hann vann sigur á hvíta dauða og gekk pílagrímsgöngur að Strandarkirkju

18.28 21/5/04

Sumar bækur hafa varanleg áhrif á mann á einhvern hátt. Ein þeirra sem slík áhrif hefur haft á mig er ævisaga Helga Ingvarssonar læknis. Lestur þeirrar bókar á sínum tíma varð þess valdandi að ég tók að fara í árlegar pílagrímsgöngur að Strandarkirkju. Hef ég gengið þangað frá Heiðmörk (upp af Víflisstöðum) á hverju ári síðan 1990 í góðra vina hópi. Hér á eftir fer stutt umsögn mín um ævisögu Helga Ingvarssonar læknis frá Vífilsstöðum sem Guðrún Pálína, dóttir hans, skráði.

Áfram…

Þegar Biblían (Harmagrútur) varð almenningseign

20.44 18/5/04

Einver merkasti og áhrifamesti atburður í íslenskri menningar- og kristnisögu var útgáfu Biblíunnar 1814. Sú Biblía hefur raunar oft borið heldur niðrandi heiti þ.e. ‘Grútarbiblía’. Engu að síður markaði útgáfa hennar þáttaskil í kirkjusögu landsins þar sem Biblían varð nú í fyrsta sinni almenningseign hér á landi. Hér segir í stuttu máli frá útgáfu og áhrifum þessarar merku Biblíuútgáfu.

Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli