gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Líf og lög Selmu Kaldalóns – Afmælisdagskrá í Seltjarnarneskirkju á morgun, 27. des. kl. 15

09.31 26/12/09 - 0 ath.

Á morgun, 27. desember eru liðin 90 ár frá fæðingu Selmu Kaldalóns móður minnar. Af því tilefni mun Listvinafélag Seltjarnarneskirkju standa fyrir metnaðarfullri dagskrá í kirkjunni þar sem kunnir söngvarar munu syngja lög eftir Selmu (1919-1984) og einnig nokkur lög eftir Sigvalda, föður hennar (1881-1946). Áfram…

Falleg hefð í Seltjarnarneskirkju – orgelleikur fram að miðnætti á Þorláksmessu

10.37 24/12/09 - 0 ath.

Friðrik Vignir Stefánsson, organistinn okkar í Seltjarnarneskirkju, hefur tekið með sér fallega hefð úr Grundarfjarðarkirkju. Þar hafði hann jafnan leikið jólalög milli kl. 23 og 24 að kvöldi Þorláksmessu við sívaxandi vinsældir. Sautján sinnum hafði hann leikið þar og í gærkvöldi lék hann í þriðja sinn í Seltjarnarneskirkju. Þetta voru því afmælistónleikar hjá Friðriki Stefáni, okkar fína organista. Áfram…

Prófadagur

10.26 9/12/09 - 0 ath.

Eitt af því sem tengist aðventunni hjá mér sem kennara eru próf; að semja próf, að vitja nemenda á prófstað og loks að fara yfir próf og ritgerðir.

Í dag eru próf á báðum þeim námskeiðum sem ég hef kennt í haust, annars vegar í Ritskýringu G.t.: Spámenn og hins vegar í Sögu, bókmenntum og þjóðfélagi Hebrea.
Ég vitjaði nemenda í fyrra prófinu áðan, þau sitja við frá kl. 9-12. Ég heyrði ekki annað en almennt væri gott í þeim hljóðið. Af 19 nemendum sem skráðir voru til prófs voru 18 mættir og teljast það býsna góðar heimtur.
Eftir hádegi heilsa ég svo upp á 1. árs nemendur sem taka prófið í Sögu, bókmenntum og þjóðfélagi Hebrea. Það er námsgrein sem fyrir allmörgum árum var sameinuð úr tveimur klassískum greinum, þ.e. sögu Ísraels og Inngangsfræði Gamla testamentisins. Þar eru 39 nemendur skráðir til leiks. Það verður því nóg að lesa á næstunni.

Af jólabókum hef ég enn lítið lesið, hef þau eignast Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson og ævisögu Jóns Leifs, Líf í tónum, eftir Árna Heimi Ingólfsson. Líst mér vel á báðar bækurnar við fyrstu sýn, en mun ekki lesa þær í gegn fyrr en nær dregur jólum.

Á ráðstefnu í heimabæ Wellhausens

09.09 5/11/09 - 0 ath.

Á dögunum (18.-21. okt.) varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að taka þátt í ráðstefnu í G.t.-fræðum í Göttingen í Þýskalandi. Háskólabærinn Göttingen er hátt skrifaður innan G.t.-fræðanna, einkum vegna þess að þar dvaldi og starfaði á sínum tíma Julius Wellhausen (1844-1918) sem löngum hefur verið talinn upphafsmaður nútíma viðhorfa í rannsóknum Gamla testamentisins. Allar götur síðan hefur það þótt mikill heiður að gegna prófessorsembætti í G.t.-fræðum við þennan merka háskóla. Áfram…

Seltjarnarnesið – visælt útivistarsvæði

10.02 11/10/09 - 0 ath.

Mér virðist sem vinsældir Seltjarnarnessins sem útivistarsvæðis séu sífellt að aukast. Á morgungöngu minni áðan, út að Snoppu og Gróttu og síðan eftir Kotagranda og út  að Suðurnesi og síðan fram með Bakkavíkinni, urðu á vegi mínum ekki færri en fjórir menn klifjaðir stórum ljósmyndavélum auk allmargs fólks í hefðbundinni morgungöngu, að ógleymdum trimmurunum. Og golfaranir mæta til leiks nánast alla daga ársins á golfvellinum úti í Suðurnesi.  Áfram…

Snjóaði undir stefnuræðu – Sigmundur Davíð bestur

00.04 6/10/09 + 2 ath.

Var það táknrænt að það skyldi snjóa fyrir utan Alþingishúsinu í kvöld er Jóhanna forsætisráðherra flutti þar stefnuræðu sína í kvöld? Mér fannst það. Og ekki var mikill fagnaðarboðskapur í ræðunni og þess tæpast að vænta. Hundrað milljarðar króna bara í vexti á ári! Áfram…

Afastelpur í Vesturheimi heilsa upp á kisurnar

08.25 22/9/09 - 0 ath.

Það urðu fagnaðarfundi á heimilinu í gærkvöldi þegar afastelpurnar tvær í New York, Elísabet Una 7 ára og Kristrún 4 ára, birtust á tölvuskjánum  hér og ekki varð ánægja þeirra minni er þær sáu “gegnum Skype” að kisurnar þeirra tvær voru uppi á skrifborðinu hjá afa og ömmu og birtust þeim ljóslifandi í nærmynd. Áfram…

Glæstur sigur Selfyssinga í 1. deild

13.55 20/9/09 - 0 ath.

Vana mínum trúr hélt ég austur fyrir fjall í gær til að sjá síðasta leik sumarsins hjá sigursælu liði Selfyssinga í 1. deildinni í fótbolta. Haukar úr Hafnarfirði gátu náð Selfossi að stigum ef Selfoss tapaði sínum leik, gegn gamla stórveldi Skagamanna. Áfram…

Frábær stemmning í gærkvöldi – Selfoss í úrvalsdeild!

21.39 5/9/09 + 2 ath.

Ekki sá ég eftir því að hafa haldið enn eina ferðina austur fyrir fjall í gærkvöldi. Komið var að úrslitastund fyrir léttleikandi fótboltalið Selfyssinga. Möguleiki á að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sögu knattspyrnu á Selfossi. Ekki vildi ég missa af þeim tímamótum og sigurinn vannst með glæsibrag. Áfram…

Þögnin mikla á sýningu 677 hjá Deus ex cinema

09.05 12/8/09 - 0 ath.

Starf Deus ex cinema hefur verið með hefðbundnum hætti í sumar þrátt fyrir veðurblíðuna hér sunnanlands – vikulegar sýningar á þriðjudagskvöldum og hef ég mætt á þær flestar. Í gærkvöldi sýndi Bjarni Randver Sigurvinsson hinn sérstæða spaghettí vestra Il grande silenzio eða Þögnina miklu í leikstjórn Sergio Corbucci. Spaghettí-vestrarnir eru í miklum metum hjá Bjarna og skipar þessi þar heiðurssæti. Áfram…

Úrhellisrigning í tapleik Selfyssinga á heimavelli

22.59 6/8/09 - 0 ath.

Það rigndi jafnt yfir réttláta og rangláta í leik Selfyssinga og HK á Selfossvelli í kvöld. Aðstæður vægast sagt sagt slæmar fyrir knattspyrnuleik og ekki bætti talsvert rok úr skák. Það fór svo að Selfyssingar töpuðu þessum þýðingarmikla leik gegn sterku liði HK, 1-2. Engu að síður heldur Selfoss sex stiga forystu í deildinni, hefur  32 stig en HK er komið í 2. sæti með 26 stig. Þessi lið hafa þó leikið einum leik fleiri en önnur lið deildarinnar. Áfram…

Roma Fellinis sýnd með miklum rjóma

00.01 5/8/09 + 1 ath.

Hefðbundin þriðjudagssýning Deus ex cinema var í kvöld á vegum glerlistamannsins góðkunna Leifs Breiðfjörð á heimili hans og Sigríðar konu hans á Laufásvegi 52. Leifur tók að þessu sinni til sýningar mynd Federico Fellinis (1920-1993)  ”Roma” frá árinu 1972 enda Leifur mikill unnandi Fellinis og hefur áður sýnt nokkrar mynda hans í klúbbnum. Áfram…

Búrfellsgjá: Fallegasta gönguleiðin í nágrenni Reykjavíkur?

14.05 30/7/09 - 0 ath.

Í tilefni af því að ég var að senda út tilkynningu um 20. árlegu Strandarkirkjugönguna til göngufélaga minna í gær ákvað ég að drífa mig í hressandi göngu núna í morgun. Og fyrir valinu varð upphafshluti Strandarkirkjugöngunnar, þ.e. Hlíðarvegurinn inn með Vífilsstaðahlíð og svo Búrfellsgjáin og upp á Búrfell. Áfram…

Hrollkalt á sigurleik Selfyssinga

22.59 24/7/09 - 0 ath.

Í þriðja sinna í sumar mætti ég á leik hjá 1. deildarliði Selfyssinga í gærkvöldi. Allir leikirnir hafa unnist og í gærkvöldi voru það ÍR-ingar sem máttu þola 0-2 tap gegn spræku liði Selfyssinga. Áfram…

Af köttum og niðjum

09.50 15/7/09 - 0 ath.

Mínar fréttir eru ekki á sviði efnahagsmála þjóðarinnar. Fjarri sé mér að gera lítið úr þeim málaflokki en ég læt mér þó að mestu nægja að fylgjast með deilum og átökum um þau efni úr fjarlægð, en hugsa þeim mun meira um barnabörnin og þeirra hagi og svo kettina þeirra. Stóru fréttirnar eru á því sviði. Þar er sitthvað að gerast. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli