gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Við kennslulok í Saltara

08.31 22/4/09 - 0 ath.

Þá er kennslu vormisseris lokið. Saltarinn, “mín bók” eins og ég hef talað um hana, var á dagskrá í ritskýringu Gamla testamentisins þetta misserið. Ég held að áherslur mínar hafi verið dálítið aðrar en stundum áður, meiri hugað að uppbyggingu sálmasafnsins og umfram allt gaf ég meiri gaum að harmsálmunum en áður. Áfram…

“Ó, að ég hefði vængi eins og dúfan…” Á brott úr borginni

11.09 5/4/09 - 0 ath.

Einn þeirra sálma sem hafa verið á dagskrá hjá mér í námskeiði mínu um Davíðssálma nú í vor er 55. sálmurinn; afar athyglisverður harmsálmur sem ég hef raunar skrifað eitthvað um og meira að segja fjallað um í erindi á erlendum vettvangi. Orðin “Ó, að ég hefði vængi eins og dúfan…” eru vafalaust þekktustu orð þessa sálms. Áfram…

Þjóðarstoltið lifir í handboltanum

17.36 19/3/09 - 0 ath.

Enn einu sinni heldur handboltalandsliðið okkar áfram að gleðja mann. Árangur þess í gærkvöldi, glæsilegur útisigur gegn Makedóníu 29-26 kom á óvart því íslenska liðið var fyrirfram talið vængbrotið. Margir af lykilmönnum fjarverandi vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Þar við bætist að heimavöllur Makedóníu þykir einhver sá erfiðasti í Evrópu. Áfram…

Mikilvægasta biblíuþýðingin

14.09 21/2/09 - 0 ath.

“Mikilvægasta biblíuþýðingin er jafnan sú hvernig við tileinkum okkar boðskap hinnar helgu bókar, raungerum hann í daglegu lífi okkar og aðstæðum.” Þannig komst ég m.a. að orði í prédikun sem ég flutti í Guðríðarkirkju í Grafarholti, s.l. sunnudag sem var biblíudagurinn. Áfram…

Snjall ræðumaður í Albertsbúð

09.06 7/2/09 - 0 ath.

Ég tók lítið eftir Guðmundi G. Þórarinssyni sem pólitíkus. En ég hef í tvígang heyrt hann flytja erindi í Rótarý og í bæði skiptin hefur hann gert það frábærlega vel. Í gær talaði hann um “Dettifoss í íslenskum ljóðum” á þorrablóti Rótarýklúbbs Seltjarnarness í Albertsbúð í Gróttu.

Guðmundi mæltist afar vel, talaði blaðalaust eins og áður og fipaðist hvergi. Gerður var góður rómur að máli hans en ekki var hægt að spyrja spurninga þar sem farið var að flæða að og fólk varð að drífa sig. Það var heldur kalt úti og dálítið hvasst en jeppaeigendur í klúbbnum fluttu fólk í land.

Við í Rótarýklúbbi Seltjarnarness erum vön að hafa þorrablót okkar í Albertsbúð, gömlu sjóbúð Alberts vitavarðar. Sjóbúðina hafa Rótarýfélagar gert upp og stækkað talsvert og er hún nú orðin hinn vistlegasti samkomustaður með eldhúsaðstöðu og sætum fyrir um 50 manns. Ég bauð tveimur samkennurum mínum úr guðfræðideildinni með mér á blótið í hádeginu í gær, þeim dr. Sólveigu Önnu Bóasdóttur dósent og dr. Pétri Péturssyni prófessor. Þau voru ánægð með blótið eins og ég og ekki síst ræðumanninn sem lyfti þessari hádegisstund í hæðir.

Áður hef ég heyrt verkfræðinginn Guðmund G. Þórarinsson tala í Rótary um krossfestingu Jesú Krists. Það gerði hann einnig með miklum glæsibrag. Við færðum það í tal við hann í gær að koma til okkar á málstofu uppi í guðfræðideild á næstunni og ræða þar um krossfestinguna. Guðmundur tók því  vel.

Ofbeldið gegn lögreglunni

00.25 23/1/09 - 0 ath.

Það var áhrifamikið að hlýða á viðtal við eiginkonu lögreglumanns í Kastljósi í kvöld. Vonandi hefur það veitt landsmönnum betri innsýn í hið erfiða hlutverk sem lögreglumenn höfuðborgarinnar hafa búið við að undanförnu. Síðastliðna nótt var gengið þannig fram gegn lögreglumönnum að litlu munaði að einhver þeirra léti lífið eða hlyti örkuml fyrir lífstíð þegar gagnstéttarhellum var kastað í þá. Áfram…

Góð byrjun nýja formannsins úr Reykhólasveitinni

21.50 19/1/09 + 1 ath.

Hinn nýi formaður Framsóknar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stóð sig með glæsibrag í Kastljósi í kvöld. Í mínum huga er ekki nokkur spurning um að Framsóknarflokkurinn er nú kominn í sókn með kjöri Sigmundar Davíðs í formannssætið eftir að hafa verið í nauðvörn undanfarin ár. Áfram…

Heilaþvottarþema á sýningu Deus ex cinema

09.02 27/11/08 - 0 ath.

Hefðbundin þriðjudagssýning Deus ex cinema í fyrrakvöld var í höndum Oddnýjar Sen kvikmyndafræðings og var val hennar að hafa sýninguna á léttum nótum enda nóg af neikvæðum kreppufréttum nú um stundir. Valdi Oddný að sýna kvikmyndina “Holy Smoke” frá árinu 1999. Gott val og var mikið hlegið undir sýningunni. Áfram…

Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós …

11.10 21/11/08 + 1 ath.

Jesajaritið, sem er stærst spámannarita Gamla testamentisins, hefur stundum verið kallað 5. guðspjallið. Áhrif þess eru enda mjög mikil í kristninni og þar er m.a. að finna nokkra af fallegustu jólatextum okkar. Á kvöldgöngu minni um Seltjarnarnesið seint í gærkvöldi kom í mér í hug hinn fallegi texti í upphafi 9. kafla Jesaja: “Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós. Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós.” Áfram…

“Tveir heimar” hjá Deus ex cinema í gærkvöldi

11.17 19/11/08 + 1 ath.

Á hefðbundinni þriðjudagssýningu Deus ex cinema íg ærkvöldi var sýnd glæný dönsk kvikmynd “To verdener” eftir Niels Anders Oplev. Myndina sýndi sr. Árni Svanur Daníelsson, doktorsnemi, á heimili sínu og fékk hún góða dóma viðstaddra. Áfram…

“Þau eru að eyðileggja vinnuna hans pabba!”

08.36 16/11/08 - 0 ath.

Sex ára afastelpa var hér í næturgistingu og horfðum við saman á sjónvarpsfréttirnar í gærkvöldi eftir að sú litla hafði – sem oftar – lagt afa sinn í skák. Hún sat í fangi afa síns og virtist í meðallagi áhugasöm um fréttirnar þar til að hún sá myndir af fólki sem var að kasta eggjum og ýmsu öðru í Alþingishúsið. Þá var athygli hennar vakin. Áfram…

Dirty Harry á Dec-sýningu í gærkvöldi

11.55 12/11/08 - 0 ath.

Á hefðbundinni þriðjudagssýningu Deus ex cinema í gærkvöldi sýndu hjónin Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir Clint Eastwood-kvikmyndina “Dirty Harry” frá árinu 1971 og reyndist hún hin ágætasta afþreying. Áfram…

Friðarsúla og upplýst Nesstofa – falleg ljós á kvöldgöngu

10.06 9/11/08 - 0 ath.

Það vakti athygli mína er ég fór í kvöldgöngu seint í gærkvöldi hér á Seltjarnarnesi að býsna margir voru úti að ganga, hlýtt í veðri og rigningarúði. Fólk sem ég mætti bauð undantekningalaust “gott kvöld”, ýmist að fyrra bragði eða tók undir kveðju mína þar um. Kannski ekkert fréttnæmt við það en þessar hlýlegu kveðjur fannst mér lýsa samhug sem mér finnst maður finna fyrir víða núna, þó að reiði og uppreisnarhugur sé líka áberandi. Áfram…

Fyrirsagnir blaðanna: “Fjárkúgun” – “Reynt að kúga Ísland…”

10.03 6/11/08 - 0 ath.

Mogginn og Fréttablaðið eru býsna samstíga í forsíðufyrirsögnum sínum í morgun. “Nánast eins og fjárkúgun” segir Mogginn og Fréttablaðið segir “Reynt að kúga Ísland til sátta við Bretland.” Ekki skrýtið þó að sálfræðingar vari viðkvæmt fólk við að fylgjast með fréttunum. Jákvæðar fréttir fyrirfinnast varla, einna helst í íþróttunum af og til. Áfram…

Kirkjan og kreppan

14.19 4/11/08 - 0 ath.

Mér var boðið að flytja prédikun hjá vini mínum sr. Vigfúsi Þór Árnasyni í Grafarvogskirkju s.l. sunnudag á Allra heilagra messu. Guðspjall dagsins eru sæluboð fjallræðunnar Matt 5:1-11. Það var fjölmenni við guðsþjónustuna og allir fjórir prestar Grafarvogssóknar, stærstu sóknar landsins, tóku þátt í altarisþjónustu, þ.e. auk sr. Vigfúsar, þau sr. Bjarni Bjarnason, sr. Guðrún Karlsdóttir og sr. Lena Rós Matthíasdóttir. Að messu lokinni gafst kirkjugestum kostur á að kaupa sér kaffiveitingar og rann ágóðinn til líknarsjóðs kirkjunnar. Það leynir sér ekki að það er mikil gróska í starfi Grafarvogskirkju. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli