gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Á ráðstefnu í heimabæ Wellhausens

09.09 5/11/09 - 0 ath.

Á dögunum (18.-21. okt.) varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að taka þátt í ráðstefnu í G.t.-fræðum í Göttingen í Þýskalandi. Háskólabærinn Göttingen er hátt skrifaður innan G.t.-fræðanna, einkum vegna þess að þar dvaldi og starfaði á sínum tíma Julius Wellhausen (1844-1918) sem löngum hefur verið talinn upphafsmaður nútíma viðhorfa í rannsóknum Gamla testamentisins. Allar götur síðan hefur það þótt mikill heiður að gegna prófessorsembætti í G.t.-fræðum við þennan merka háskóla. Áfram…

Dagskrá í minningu Haralds Níelssonar á morgun

15.12 29/11/08 - 0 ath.

Sit við skriftir, er að undirbúa erindi sem ég hef tekið að mér að flytja á morgun á málþingi sem helgað er minningu Haralds Níelssonar prófessors (1868-1928) í tilefni af því að 140 ár eru liðin frá fæðingu hans og 100 frá því að út kom ný þýðing Biblíunnar sem hann átti stærri hlut í en nokkur annar. Ég mun í erindi mínu fjalla nokkuð um þýðingarstarf hans. Áfram…

Laxness, Wellhausen og heimsfrægðin

15.44 28/7/08 - 0 ath.

Það var gaman að koma á Gljúfrastein s.l. föstudag í fylgd tveggja gesta sem búsettir eru erlendis. Ekki spillti fyrir að dóttursonur Nóbelskáldsins og nafni leiddi okkur um húsið og þannig losnuðum við undan heyrnartólum sem boðið var upp á með leiðsögn á ýmsum tungumálum.  Hinn ungi Halldór var einkar ljúfur í allri framgöngu og kynning hans (sett fram á enskri tungu)  elskuleg og áhugaverð. Áfram…

Prófessor Daniel J. Simundson í heimsókn

07.21 20/4/06 + 2 ath.

Góður vinur minn kom í stutta heimsókn til landsins í gærmorgun. Þar er um að ræða Daniel J. Simundson (frb. Sæmundsson) fyrrv. prófessor í gamlatestamentisfræðum við Luther Seminary í St. Paul, Minnesota. Áfram…

Walter Brueggemann og guðfræði G.t.

00.17 3/2/06

Walter Brueggemann (f. 1932) er sennilega áhrifamesti G.t.-fræðingur Bandaríkjamanna nú um stundir. Útkoma hinnar voldugu bókar hans, Theology of the Old Testament, í lok árs 1997 hefur vakið mikla athygli. Hún hefur verið notuð sem kennslubók í greininni við guðfræðideild H.Í.

Áfram…

Walter Zimmerli og opinberun Jahveh-nafnsins

02.48 2/2/06

Walter Zimmerli (1906-1983) var borinn og barnfæddur Svisslendingur sem hlaut menntun sína í Zurich, Berlin og Göttingen. Hann starfaði um árabil sem prestur í Sviss en leiðbeindi jafnframt guðfræðinemum. Á þeim tíma skrifaði hann m.a. athyglisvert rit um frumsöguna í Genesis 1-11 (1943).

Áfram…

Frants Buhl Upphafsmaður “biblíugagnrýninnar” í Danmörku

20.23 8/11/05 + 1 ath.

Þar sem rannsóknaverkefni mitt í Danmörku felst í því að kanna upphaf sögu biblíugagnrýninnar á Íslandi í ljósi skandinavískra áhrifa fer vel á því að birta hér smávægilegan fróðleik um þann biblíufræðing sem telst yfirleitt upphafsmaður þessara viðhorfa í Danmörku. Þar á ég við hinn kunna gamlartestamentisfræðing Frants Buhl (1850-1932). Áfram…

Alonso Schökel – Merkur fræðimaður á sviði hebresks kveðskapar

12.14 10/10/05 + 1 ath.

Ég er um þessar mundir ekki síst að vinna að rannsóknum á megineinkennum hebresks kveðskapar, þar sem ég er staddur í rannsóknaleyfi í Cambridge. Um það efni verður ekki fjallað án þess að nafn Spáverjans Alonso Schökel, Luis (1920-1998) beri á góma. Framlag Alonso Schökels til biblíufræða á spænsku er mjög mikið að vöxtum.

Áfram…

Frank Moore Cross. Óvenjulega fjölhæfur G.t.-fræðingur

07.58 15/2/05

Helsti arftaki Williams F. Albrights á sviði fornleifa- og G.t.-fræða í Bandaríkjunum Frank Moore Cross (f. 1921). Cross var nemandi Albrights við Johns Hopkins háskólann og lauk þaðan doktorsprófi í semitískum málum árið 1950. Hann var aðeins 36 ára er hann var skipaður í einhvern elsta og virðulegasta kennslustól í bandaríska háskólasamfélaginu, þ.e. Hancock prófessorsembættið í hebresku og öðrum tungumálum hinna fornu Miðausturlanda við Harvard –háskólann. Áfram…

James Barr: Gagnrýninn gamlatestamentisfræðingur

05.44 10/2/05

Skotinn James Barr (f. 1924) er tvímælalaust einn kunnasti G.t.-fræðingur samtímans. Hann fæddist í Glasgow og hlaut guðfræðimenntun sína í Edinborg. Hann tók prestsvígslu og starfaði um skeið í Ísrael þar sem hann lærði bæði nútíma hebresku og arabísku reiprennandi. Hann vakti fyrst verulega athygli með bók sinni The Semantics of Biblical Language árið 1961 þar sem hann réðst mjög harkalega á hina kunnu orðabók Kittels Theologisches Wörterbuch.

Áfram…

Albright og fornleifafræðin

07.01 9/2/05

Einhver áhrifamesti G.t.-fræðingur og fornleifafræðingur á söguslóðum Biblíunnar úr hópi Bandaríkjamanna á 20. öld var William Foxwell Albright (1891-1971). Hann ólst upp í Chile þar sem foreldrar hans störfuðu sem kristniboðar á vegum meþódista-hreyfingarinnar. Þar var grunnurinn lagður að mikilli tungu­málakunnáttu hans því að hann var jafnvígur á ensku og spænsku auk þess sem hann hafði einnig lært frönsku og þýsku áður en hann varð tólf ára. Þá þegar hafði hann gert sér grein fyrir því að hann ætti eftir að verða fornleifafræðingur. Hann var sjálfmenntaður bæði í hebresku og assýrísku.

Áfram…

Wellhausen og kenningin um myndunarsögu Mósebóka

20.38 1/2/05

Einhver áhrifamesti G.t.-fræðingur allra tíma var Þjóðverjinn Julius Wellhausen(1844-1918) . Algengt er að miða upphaf nútíma G.t.-fræða við útkomu rits hans Geschichte Israels (1878). Þekktara er ritið raunar undir heitinu Prolegomena zur Geschichte Israels eins og það nefndist í 2. útgáfu (1883). Ensk þýðing þess kom út 1885 Prolegomena to the History of Israel.

Áfram…

Af Joachim Begrich og kenningu hans um ‘hjálpræðissvar’ prestsins í Gamla testamentinu

22.06 26/1/05

Nafn Joachim Begrich (1900-1945) mun lifa í sögu G.t.-fræðanna þó ekki væri nema fyrir hina áhrifamiklu kenningu hans um hjálpræðissvarið svokallaða (‘Heilsorakel’) sem leitaðist við að skýra hin snöggu umskipti sem verða yfirleitt í niðurlagi harmsálmanna (angurljóðanna) þar sem harmurinn breytist yfir í fullvissu um bænheyrslu og þaðan yfir í lofgjörð. Áfram…

Gyðingavinurinn Franz Delitzsch

14.46 25/1/05

Nú þegar þess er minnst að sextíu ár eru liðin frá því að hersveitir bandamanna réðust inn í og frelsuðu það fólk sem enn var á lífi í þrælkunar- og útrýmingabúðum nasista í Þýskalandi og Póllandi — og umheiminum varð ljóst að þar hefðu verið framdir óhugnanlegri glæpir en menn þekktu til áður — er við hæfi að minnast mikils gyðingavinar úr hópi kristinna G.t.-fræðinga. Þar á ég við Franz Delitzsch (1813-1890) sem var tvímælalaust í hópi áhrifamestu G.t.-fræðinga 19. aldar.

Áfram…

Muilenburg og áhersla hans á stílfræði G.t.-textanna

14.26 25/1/05

Muilenburg, James (1896-1974) var meðal áhrifamestu gamlatesta­mentisfræðinga Bandaríkjanna þegar komið var fram yfir miðja 20. öldina. Námsdvöl hans í Þýskalandi 1929-1930 kom honum í kynni við Hermann Gunkel og það hafði afdrifarík áhrif fyrir feril hans sem G.t.-fræðings. Hann átti mikinn þátt í að beina gamlatestamentisfræðunum inn á nýjar brautir með fyrirlestri sín­um „Form Criticism and Beyond“ á ársfundi Society of Biblical Litera­ture árið 1968. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli