gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Ester í stað Esju

11.04 25/1/10 + 2 ath.

Þessa stundina er skyggnið út um gluggann hér í Bollagörðunum ekki meira en svo að Esjan sést ekki. Þangað verð ég því bara að fara “hugleiðina” eins og Gerður Kristný orðar það í snjöllu ljóði sínu “Strandir” sem ég minntist á í næstsíðustu færslu minni. En nú er það raunar drottningin Ester sem á hug minn allan. Þannig að Ester kemur í stað Esju. Áfram…

Góð kynning á gyðingdómi úr forgarði heiðingjanna

16.09 19/1/10 - 0 ath.

Undanfarið hef ég verið að lesa afar áhugaverða bók. Það eru örugglega bæði ár og dagur síðan bók á sviði trúarbragðafræða hefur kveikt jafnrækilega í mér og þessi. Um er að ræða bókina Common Prayers eftir hinn kunna guðfræðiprófessor Harvey Cox (f. 1929), sem öðlast heimsfrægð þegar árið 1965 með bók sinni Secular City. Áfram…

Á ráðstefnu í heimabæ Wellhausens

09.09 5/11/09 - 0 ath.

Á dögunum (18.-21. okt.) varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að taka þátt í ráðstefnu í G.t.-fræðum í Göttingen í Þýskalandi. Háskólabærinn Göttingen er hátt skrifaður innan G.t.-fræðanna, einkum vegna þess að þar dvaldi og starfaði á sínum tíma Julius Wellhausen (1844-1918) sem löngum hefur verið talinn upphafsmaður nútíma viðhorfa í rannsóknum Gamla testamentisins. Allar götur síðan hefur það þótt mikill heiður að gegna prófessorsembætti í G.t.-fræðum við þennan merka háskóla. Áfram…

Jesaja annar og kreppan

12.50 19/9/09 + 2 ath.

Nú á haustmisseri kenni ég námskeið í ritskýringu Gamla testamentisins: Síðari spámenn. Megináherslan hvílir á  köflum 40-55 í Jesajaritinu sem góð samstaða fræðimanna er um að eigin rætur sínar að rekja til spámanns sem starfað hafi meðal útlægra Gyðinga í Babýlon í kringum 540 f.Kr. Þarna er fluttur huggunarboskapur, þjóð í útlegð og kreppu er boðuð von. Áfram…

Áhrifaríkur flutningur Passíusálma í Seltjarnarneskirkju

13.56 11/4/09 - 0 ath.

Það færist stöðugt í vöxt að Passíusálmarnir séu fluttir í heild sinni í kirkjum landsins og í gær, föstudaginn langa 2009, voru þeir fluttir í fyrsta sinn í Seltjarnarneskirkju. Er óhætt að segja að það hafi verið áhrifaríkur flutningur og vel þeginn. Það var Ragnheiður Steindórsdóttir, leikona, sem flutti sálmana í heild sinni, hóf lesturinn kl. 13 og hafði lokið öllum 50 sálmunum um kl. 18:30. Lestur hennar þótti afar áheyrilegur og vandaður í alla staði. Áfram…

Dagskrá í minningu Haralds Níelssonar á morgun

15.12 29/11/08 - 0 ath.

Sit við skriftir, er að undirbúa erindi sem ég hef tekið að mér að flytja á morgun á málþingi sem helgað er minningu Haralds Níelssonar prófessors (1868-1928) í tilefni af því að 140 ár eru liðin frá fæðingu hans og 100 frá því að út kom ný þýðing Biblíunnar sem hann átti stærri hlut í en nokkur annar. Ég mun í erindi mínu fjalla nokkuð um þýðingarstarf hans. Áfram…

Húsmæður, hórur og hetjur

14.53 10/6/08 - 0 ath.

Meðal bókanna á náttborði mínu nú í byrjun sumars hefur verið bók sem fjallar um konur í Gamla testamentinu. Vissulega áhugavert efni og titillinn vekur athygli. Áfram…

Tími ritgerðanna

09.15 24/4/08 - 0 ath.

Nú er tími ritgerðanna. Kennslu lokið en mikill og stór stafli af vandlega unnum ritgerðum bíður lesturs.

Áfram…

Af biblíulestri, Síraksbók og gagnrýni

14.10 23/4/08 + 2 ath.

Að beiðni Árna Svans Daníelssonar, vefstjóra kirkjunnar, skrifaði ég stuttan pistil um sjálfvalið efni á trú.is og eftir stutta umhugsun og í talsverðum flýti skrifaði ég fáein orð um reynslu mína af daglegum biblíulestri. Áfram…

Seltjarnarneskirkja ályktar um samleið kristni og þjóðar

01.46 7/12/07 + 5 ath.

Það er, held ég, fremur óalgengt að sóknarnefnd sendi frá sér fréttatilkynningu eða ályktun. Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju hefur hins vegar gert það og er tilefnið umræðan um trú- og skólamál að undanförnu. Ályktunin birtist í tveimur dagblaðanna í dag, undirrituð af Guðmundi Einarssyni, formanni sóknarnefndarinnar. Áfram…

Áhugaverð orð úr biblíuþýðingu fyrir fæðingu Krists

22.14 9/11/07 - 0 ath.

Mikill fengur er að Síraksbók í hinni nýju Biblíu en hin læsilega þýðing Síraksbókar er að langmestu leyti verk sr. Árna Bergs heitins Sigurbjörnssonar. Áfram…

Fyrirlestur kl. 15 í dag um “Gyðinga sögur” og íslenska áheyrendur á 13. og 16. öld

10.06 24/9/07 + 2 ath.

Forvitnilegur fyrirlestur verður haldinn í Guðfræðistofnun í dag kl. 15. Það er dr. Svanhildur Óskarsdóttir sem flytur fyrirlestur er hún nefnir: “Gyðinga sögur” og íslenskir áheyrendur á 13. og 16. öld. Áfram…

Nefnifallið Jesús og auglýsing Símans

21.29 10/9/07 + 2 ath.

Ýmsir hafa orðið til að spyrja mig álits á margumræddri auglýsingu sem Jón Gnarr gerði fyrir Símann út af kvöldmáltíðarstefi kristninnar. Ég hef sagt sem svo að ég sé mikill áhugamaður um áhrifasögu Biblíunnar og finnist margvísleg notkun hennar áhugaverð til skoðunar. Þessi auglýsing hafi hvorki truflað mig né misboðið trú minni en vissulega vakið mig til umhugsunar. Áfram…

Áhugavert Kirkjurit helgað Sigurbirni biskupi

15.10 15/8/07 + 1 ath.

Meðal þess sem beið mín í blaðabunka eftir hálfsmánaðarlanga dvöl mína erlendis var nýtt eintak af Kirkjuritinu. Það er rit er mér jafnan kært en þetta eintak er um margt óvenjulegt og áhugavert þar sem það er tileinkað dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi, sem án nokkurs vafa er sá guðfræðingur íslenskur sem mest áhrif hefur haft á síðai hluta 20. aldar og allt fram á þennan dag. Áfram…

“Canon” Egils og “canon” guðfræðinga

12.43 4/7/07 - 0 ath.

Ofurbloggarinn Egill Helgason skrifar um Canon á eyjan.is í morgun. Mér finnst yfirleitt skemmtilegt að lesa pistla Egils og skil vel að hann sé mikið lesinn. Hann er með athyglisverða pælingu um “canon” en það hugtak hljómar kunnuglega í eyrum okkar guðfræðinga. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli